Ljósberinn - 01.10.1939, Síða 15
L JÓSBERINN
227
íljótaskip, útbúið með seglum og löngum
árum.
Skipverjar létu ekki standa á því, að
koma með ýmis konar hressingu, sem
Langdon þarfnaðist ekki sízt; var það bæði.
brauð, kjöt, vín og kaffi.
Þegar kaupmaður hafði svalað hinu
mesta hungri sínu, fór hann niður í skip-
stjóraherbergið, til þess að hafa fata-
skipti. Voru föt hans þar tilbúi.n.
Báðum, Hinri,k og Lénharði, var allt of
mikið niðri fyrir, til þess að þeir hefðu
nokkra matarlyst, Þeir stóðu á þilfarinu
og störðu óþolinmóðir á hina, myrku garða
og hlustuðu eftir hljóði eða fótataki. En
það var ekkert annað að heyra en hið há-
væra kvak froskanna og einstaka ugluvæl
frá trjágrein; stundum hrukku þeir þó
samt við, er þeir heyrðu óm af fjarlægum
hrópum.
Skyldi flóttinn hafa, komist upp, eða
voru þetta, einungis drukknir nætursvall-
arar?
Klukkan var að verða 3. Eftir nokkra
tíma yröi orðið bja,rt, og þá áttu þei,r að
vera komnir langar leiðir héðan, að öðr-
um kosti voru þeir glötuninni ofurseldir.
Allt í einu, greip Lénharður í handlegginn
á Hinrik og benti, inn á milli trjánna. Þaö
leiftraði þar eitthvað. Þetta voru ekki eld-
flugur, heldur blaktandi bjarmi frá Ijós-
keri.
Skömmu síðar heyrðist, blístur, og var
því svarað af skipverjum, sem, auk þess
veifuðu skriðljósi, Það heyrðust hröð fóta-
tök og' barnsraddir, og þessir margþráðu
vinir komu nú fegins hugar yfir landgang-
inn, og sá ekki í þá fyrir pjönkum og
pinkllum.
LFndir eins og þeir voru komnir um
borð, lét, skipstjóri draga upp segl. Strett-
on og smiðurinn biðu, þangað til fyrstu
fagnaðarfundirnir voru. af roknir, kvöddu
svo í skyndi og yfirgáfu skipið. Landgang-
urinn var tekinn brott, og tveir menn á
fljótsbakkanum, hjálpuðu til þess að losa
festar skipsins, en síðan stjökuðu. skip-
verjar því frá landi með löngum stjökum,
með aðstoð þeirra Hinriks og Lénharðar.
Stinnings gola fyllti seglið, hin þunga
seglrá snérist marrandi, og það hljóp mað-
ur aftur á, tij þess, að taka stýrissveifina.
Trén á bakkanum tóku á rás aftur fyrir
skipið. Siglingin var hafin.
Það voru alls engin óp eða köll við þenn-
an vinaskilnað. Mennirnir í iandi stóðu
þöglir og ósýnilegir í hinum djúpa, skugga
næturinnar.
Hinrik og Lénharður dvöldu nokkra hríð
á þilfarinu. Á var snörp gola, eftir regnið,
og hinn fjörlegi, gjálpandi hlátur við kinn-
unga skipsins gaf tij kynna, að skriðurinn
væri drjúgur á skútunni. Meðan Lénharð-
ur var enn á'gægjum, að gá að því, hvar
þeir hefðu komið út úr jarðgöngunum,
skaut upp stórvöxnum og þéttum, laufg-
uðum trjálundi, sem sýndi, að þeir voru
löngu komnir fram hjá skolpræsavöðlun-
urn.
Brátt fundu þeir til svíðandi hrollkulda,
sem minnti þá á, að fötin þeirra voru vind-
andi. Hinrik fór þess vegna með Lénharð
niður 1 skipstjórafarrýmið, til þess aö hann
gæti haft skipti á þrælabúningnum og ein-
hverjum öðrum fötum vinar síns.
Þegar þeir voru komnir í þurru fötin,
lögðu, þeir sig stundarkorn til svefns. Og
bráðlega voru ekki aðrir á ferli á skipinu
en maðurinn við stýrið, sem hafði ná-
kvæmar gætur á öllum þeim leiðarmerk.j-
um á ströndinni, sem hægt var að koma
auga á í grárri og skuggsýnni dagrenning-
unni. Framhald.
A: »Hvernig á að opna þessa dós?«
B: »Lestu leiðbeininguna sem fylgir hverri dós«.
A: »Hvar er hún?«
B: »Niðri í dósinni«.
Kennari: »Nú ætla, ég að vita, hvort þú getur
gert greinarmun á eintöiu og fleirtölu. Hvort er
orðið b u x u r heldur eintala eða fleirtala?«
Stebbi: »Buxur eru eintala, efst, en fleirtala
að neðanvprðuc.