Ljósberinn - 01.06.1940, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.06.1940, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 101 Þar eiga drengir margar yndislegar un- aðsstundir við söng og Guðs orð, þar sem öll tilveran talar í orði Guðs, þar sem boð- skapurinn verður undra lifandi. Paðan eiga margir minningar frá einverustundum í skógi eða tjaldi eða frá þvi þegar tveir og tveir eða þrír og þrír gengu um úti í skógi og ræddu það sem Guðs er. En bezta lýsingin er sú, sem fæst fyrir eigin raun og viðtal við þá, sem hafa. reynt veruna á þeim stað. Því mun ég ekki orð- lengja þetta en aðeins vitna til þeirra er reyn.t hafa. Og nú í sumar verða enn hafðir flokk- ar þar uppfrá. Því miður verður að hækka gjaldið frá því s,em áður hefir verið, þó verðhækkun sú sé í raun og veru of lítil. Flokkarnir verða frá 4.—11. júlí, og 12.— 18. júlí, ef þörf krefur bætist einn flokkur við enn. Verðið verður að þessu sinni með ferðum og öllu 27 krónur í flokknum fyr- ir yngri en 14 ára, en 33 krónur fyrir eldri. Þeir, sem hafa möguleika til að vera með. geta talað við og fengið frekari upplýsing- ar hjá Ástráði Sigursteindórssyni, Fram- nesveg 58, sími 2189, Árna Sigurjónssyni, Þórsgötu 4, sími 3504, Hróbjarti Árnasyni. Laugaveg 96, simi 4157, Ara, Gíslasyni, Öð- insgötu 32, sími 5038 og' svo í K. F. U. M.- húsinu, sími 3437. Fyrir drengi sem eru að vinna, er þetta heilbrigðasta og bezta sumarleyfið og um leið það ódýrasta, fyr- ir foreldra, sem hafa einhverra orsaka vegna ekki látið drenginn sinn í sveit, er þetta bezti staðurinn að leyfa jDeim að dvelja, viku eða hálfan mánuð. Þeir eru margir, sem þar hafa átt mestu og beztu gleðistundir lífsins. Þeir eru líka margir, sem þar hafa öðlast þá þrá, að vinna menn fyrir Krist. Þeir eru margir, sem þar hafa fengið þá þrá, að verða sem mestir og bezt- ir synir foreldra sinna og sem ágætastir íslendingar. Ætlar þú að verða með? A. G. | Á iwtfit StMgilÍL j A þig horfir auglit skœrt i alla þína daga. j Er þér Drottins auglit kœrt j eða þér til haga? j A þig horfir auglit hlítt, \ er þér freisting mœtir. I O, að Drottins orði hlýtt j aila daga gætir. I A þig horfir auglit grœtt, I er þú syndgað hefur. \ 0, að hefðir orðsins gœtt, | er þér Drottinn gefur. \ A þig horfir auglit milt, I er þú náðar biður. j Jesú nafn er gott og gilt, gefast skal þér friður. j Á þig horfir auglit bjart, í er þú Drottni hlýdir. i Heimsins nótt og húmið svart \ hverfur þér um síðir. A þig horfir auglit skœrt, j unz í dýrð þú skoðar i ouglit Jesú undur-kœrt, I eins og Guðsorð boðar. M. R. MYNDIN á fyrstu síðu síðasta tölu blaðs var af Heklu. Myndin á þessu blaði er frá Vestmannaeyjum. >

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.