Ljósberinn - 01.06.1940, Page 15
LJÓSBERINN
111
in var því komin milli tveg'gja elda. —
Þrælmennskan teygði nú enn einu sinni
fram krumluna, til þess að ná í Lénharð,
en í þetta skifti vildi hann ekki komast
lifandi í hendur þeirra manna, sem börð
ust til þess að viðhalda hinum smánarlega
þrældómi og mansali. Ef hann yrði ekki
áður drepinn af byssukúlu, ætlaði hann
við fyrsta tækifæri að grípa til vopna, og
taka sjálfur þátt í bardaganum, þó að
hann væri sár í vinstra handleggnum.
Herdeildarforinginn, Jerwins höfuðsmað-
ur, virti nú nákvæmlega fyrir sér lands-
lagið og allar aðstæður, og hrópaði síðan:
»Hlaupið«.
Og nú var þotið á harða hlaupum að
landsetri einu litlu þar í grenndinni. Þar
hafði fáliðaður óvinaflokkur tekið sér að-
setur og flúði hann nú, eftir að hafa hleypt
af nokkrum skotum. Stofuhúsið var löng
múrs,teinsbygging, sem stóð einstök og að-
greind frá hlöðunni með breiðu sundi. Að
húsabaki var garður með geymslu- og pen-
ingshúsum, og þar sem engin hús voru,
var há stauragirðing.
Á fám augnablikum var garðurinn full-
ur og bæjarhúsin af hermönnum, sem lok-
uðu hliðinu og vígbjuggu gluggana með
borðum, sængurdýnum og öðru þesskonar.
Aðrir leituðu sér afdreps á bak við staura-
girðinguna.
Þeir höfðu ekki lokið þessum varnarráð-
stöfunum, þegar hersveitirnar, sem um-
kringdu þá, hófu hatramlegt áhlaup. Rauð-
ar eldtungur fnæstu úr öllum áttum og var
allur bærinn bráðlega hulinn þykkum
reykjarmekki.
Lénharður var staddur í herbergi, sem
bersýnilega virtist vera dagstofan á heim-
ilinu. Sökum Iiess er hlaðið hafði verið fyr-
ir gluggana, var rökkur þar inni. Sólar-
geisiarnir, sem gægst gátu inn um rifurn-
ar, féllu á ýmsa muni, er sýndu að þarna
hafði friðsamleg fjölskylda verið að starfi
fyrir stuttu. Þarna var saumaborð með
saumakörfu og lérefti, og lítil telpu-brúða
lá á gólfinu. En ekkei't sást af heimilis-
fólkinu, það var allt flúið, og Guö einn
vissi hvað af því var orðið.
Skömmu síðar byrjaði skothríðin einnig
á þessa hlið hússins. Kúla kom suðandi
eins og býfluga inn um rifu á víggirðing-
unni og skall á veggnum nákvæmlega á
þeim stað, sem sólargeisli skein á stóra inn-
rammaða mynd af karlmanni og kven-
manni í brúðkaupsklæðum. Vafalítið var
það myndin af húsráðanda. og konu hans.
Myndin skall niður af veggnum og gler-
brotin þeyttust í allar áttir.
Nú heyrðist þrumandi fyrirskipun:
»Miðið vel áður en þið skjótið — komið
hingaö með þessa dýnu«.
Einn hermannanna kom dröslandi með
seinustu dýnuna, sem þeir höfðu fundið, og
var henni troðið í eitt opið á þessari lélegu
víggirðingu.
Hermennirnir hfóðu byssur sínar í horn-
um og skotum í stofunni og lögðust svo á
hnén og skutu, og reyndu að skýla sér á
bak við það, sem troðið var upp í glugg-
ana. Það gekk ekki á öðru en að kasta sér
niður til að skjóta, og standa, upp til að
hlaða. Lénharði, sem hafði aldrei áður
auðnast að vera með í slíkum leik, virt-
ist þessi hraði hermannanna dásamleg
sjón, og hann óskaöi þess af öllu hjarta,
að sér auðnaðist að ná slíkri leikni.
Einn hermannanna hafði hlaðið byssu
sína og kraup við einn gluggann, í þann
veginn að skjóta. En áður en hann hafði
snert gikkinn. hneig hann áfram með þungu
andvarpi, og lá hreyfingarlaus.
I sama vetfangi var Lénharður kominn
að hlið hans. Þarna var tækifæri fyrir
hann sjálfan að halda á vopni í hendinni
fyrir frelsinu. Hann reif særða handlegg-
inn úr fatlanum, greip kúlubyssu her-
mannsins og skothylkjabeltið, ásamt litlu
töskunni með hvellhettunum.
»0t í garðinn, þar er rýmra«, mælti liðs-
foringi, sem sá hvað Lénharður hafði fyrir
stafni.
Þarna var bardaginn enn harðvítugri.
Kúlnaregnið frá óvinunum var svo þétt
eins og í fyrirskipaðri skothríð. Fjöldi
særðra manna og dauðra lágu á jörðinni
eða húktu upp við húsvegginni Þétt kúlna-
él ösluðu gegnum loftið og smullu á veggj-
um og þaki, svo að steinflísar og kalkryk
gusuðust út um allt.
Lénharður hraðaði sér út að hinni háu
girðingu, sem vissi að mörkinni, og stakk
byssuhlaupinu út á milli tveggja gildra
girðingarstaui'a. Allt var hjúpað ólgandi
púðurreyk úti fyrir, svo skotið var næst-
um því í blindni. Tæpum hundrað álnum
framundan virtist hann grilla í einhverj-
ar mannamyndir. Hann skaut undir eins
á þetta og dró sig svo í hlé til að hlaða,
en þegar hann tók hinn þunga riffil frá
kinninni, fann hann til voðalegs sársauka
í særða handleggnum, og hann fann, að
honum myndi verða al-ómögulegt að hlaða