Ljósberinn - 01.06.1940, Qupperneq 16
112
LJÖSBERINN
byssuna aftur, enda kunni hann ekki ao
fara með hermannabyssur.
Á meðan hann stóð nú þarna í veifunni
var hönd lögð á öxl honum, og hann ávarp-
aður í djúpum málrómi:
»Láttu, mig gera þetta, sonur minn, þér
er þetta um megn«.
Þetta var hersveitarforinginn, Jerwis
höfuðsmaður, sem kom honum til aðstoðar.
Hann hlóð byssuna í snatri, setti hvellhett-
una á sinn stað, fékk Lénharði hana og
mælti:
»Nú er hún vinnufær aftur. Sendu þeim
nú kveðju, Þetta verður, ef til vill, síðasta
skotið í fjarvígi. Þeir eru nú á leiöinni að
gera áhlaup«.
Lénharður var nú sannfærður um, að
ha.ns síðasta stund væri komin. Hermenn-
irnir myndu sannarlega ekki vægja hon-
um, er þeir hittu hann með vopn í höndu-m.
En hann var enn á lífi og gat varið sig.
Skothríð óvinanna hafði magnast, Girð-
ingin veitti lélega vörn, Kúlurnar þutu
syngjandi og hvæsandi. og tala fallinna
manna óx með hverri mínútu. En Lénharði
var hin mesta gleði í þátttökunni í bardag-
anum. Hann hleypti af byssunni og hljóp
svo til að fá hana hlaðna aftur, og var kom-
inn áleiðis, að girðingunni til þess að skjóta
á ný. En þá nam ha:nn staðar við að heyra
trumbuslátt og há »húrrahróp« fyrir ut-
an girðinguna.
Óvinirnir voru þá að gera áhlaup.
Þá heyrðist þrumurödd höfuðsmannsins:
»Hættið að skjóta — þetta eru vorir
menn«.
Frá þeirri stundu vissi Lénharður ekki
af sér, en hneig til jarðar og lá þar hreyf-
ingarlaus og jafn fölur og dauði hermað-
urinn, sem hann hafði fyrir kodda undir
höfðinu. Framh.
Sumarstarf K. F. U. H. í Vatnaskógi.
Flokkar í sumar verða sem hér segir:
4.—11. júlí og 12.—18. júlí. Verðið er
kr. 27,00 fyrir 14 ára og yngri en kr. 33,00
fyrir eldri.
Fleiri flokkar eru ekki ákveðnir fyrr en
þessir eru fullskipaðir. Drengir eru skrif-
aðir í flokkana á eftirtöldum stöðum.
Laugaveg 96, sími 4157, Þórsgötu 4, sími
3504, Framnesveg 58, sími 2189, Óðinsgötu
32, sími 5038 og í K. F. U. M., sími 3437.
Gefið ykkur fram sem fyrst.
Skakki hnappurinn
»Sjáið þið nú«, hrópaði Jenny litla, fjúk-
andi reið. »Eg hneppti aðeins fyrsta hnapp-
inum ska-kkt á kjólnum mínum, og þó verða
allir hinir skakkt hnepptir líka«. Og svo>
reif hún og sleit í kjólinn sinn, alveg eins
og það væri hnöppunum að kenna, að þessi
óheppni vildi til.
»Vertu róleg, hvað gengur á«, sagði
mamma hennar, sem kom hlaupandi að
í þessum sömu svifum, til þess að hjálpa
henni og sagði mjög alvarlega: »Næst verö-
ur þú að gæta vandlega að því, að hneppa
fyrstá hnappinum rétt. Ef hann er rétt-
ur, þá verða allir hinir réttir líka«. Síðan
gekk hún út úr stofunni. Jenny litla varo
allt í einu niðurlút. Hvers vegna var
mamma hennar svona alvarleg. Já, þá
mundt hún eftir því, að hún hafði barið
litlu systir sína um morguninn, skammað
bróður sinn, og skrökvað að mömmu sinni.
Allan daginn var hún óhamingjusöm og
ergileg. Var þetta ekki öfugt við það, sem
átti að vera, alveg eins og heil röð af hnöpp-
um, sem voru hnepptir skakkt, bara af því
að fyrsti hnappurinn var ekki réttur.
Sjáið nú, kæru börn! Varist að tala eitt
ljótt orð, því ef þið byrjið á því einu sinni,
er mjög hætt við að fleiri ljót orð komi á
eftir; því ein s-ynd bíður annari heim. Mun-
ið, að það er hægara fyrir Jesúm að hjálpa
ykkur til aö vera góð börn, ef þið viljið sjálf
varast að gera það, sem er ljótt. Lærið
þessa litlu vísu og hafið hana oft yfir. Ég
lærði hana þegar ég var mjög lit.il. Hún
er svona:
»Guð, varðveittu munninn minn,
svo mæli ég gjarnan vilja þinn.
Tungu og varir trúlega geym,
svo tali ég aldrei illt með þeim«.
Margrét Konráðsdóttir.
A: »Hvað verður sonur yðar, þegar hann hefir
lckið námi sínu?«
B: »Gamalmenni, býst ég við«.