Ljósberinn - 01.11.1946, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.11.1946, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 197 fallega ki-ossinuin á prestinum og for- mazini sóknarnefndarinnar. „Hvað ætli svona kross kosti mikiS?“ spurSi Helga og var mikið niðri fyrir. ,.Þú hefur nóga peninga, en því mið- ur hef ég ekki neinn gullkross til sölu“. Hann sá á svip hennar, að hún varð fyr- ir sárum vonbrigðum; varð liann því að segja eitthvað henni til hugarhægðar. „Ég gæti, ef til vill, útvegað þér einn slíkan eða þvílíkan. Viltu koma Iiingað aftur eftir fáeinar stundir; ég hygg, að ég geti þá orðið við beiðni þinni. Þú skalt fá reglulega fallegan kross, kross, sem geti lýst um nætur. Pabba þínum mun lítast vel á hann“. Seinna þennan sama dag kom Helga litla trítlandi inn til pabba, brosandi út undir eyru. „Ég er búin að kaupa snotra gjöf handa þér. En þú fær ekki að sjá hana fyrr en á morgun“. „Jæja, hefur þú liana“, sagði liann og strauk hrokknu, injúku lokkana liennar uieð vinnulúnu hendinni sinni. Helga var engillinn hans. Ef englar væru til á himn- um, þá hlytu þeir að vera líkir lienni. Stundu síðar gekk faðir hennar út; þá var Helga ekki sein á sér að opna fata- skápinn og taka fram sunnudagaföt pabba síns. Það voru þau, sem hún ætlaði að skreyta með krossinum. Hún tók jakkann hans og festi gull- krossinn í liann alveg eins og Jörgensen kaupmaður hafði kennt henni að gera. Én hve hann fór ljómandi vel. Svo lagði hún jakkann á borðið og gaf honum auga. Éara að hann týni honum ekki. Hún niinntist þess, að eitt sinn er hann kom reikandi heim, þá hafði hann týnt úr- inu sínu. Það var víst varlegra að festa krossinn betur en Jörgensen hafði sýnt lienni að gera. Hún fann þá hamar og hrioðaði krossinn vel á innra borðinu; nú var ómögulegt að skrúfa hann úr og enginn þjófur gat náð honurn úr jakk- anum. Helga hengdi nú jakkann aftur á sinn stað og var hin ánægðasta. Henni fannst hún liefði aldrei verið jafn heppin með gjöf. Falleg var hún og óslítandi, hún gat haldið sér ár eftir ár. Jensen múrari var ekki einn af þeim, sem lialda afmælisveizlu sína heima hjá sér. Hann vildi þá gera sér glaðan dag með lagsbræðrum sínum; en fyrst varð liann að bregða sér til vínsölunnar og fá sér þar eitthvað til að gera sér glatt í geði. Minna komst hann ekki af með en tvær flöskur af koníaki. En þegar hann var að búa sig, gat liann ekki annað en veitt því eftirtekt, hve Helga litla horfði fast á hann, en sérstaklega hafði hún stöðugt augun á jakkakraganum hans. Hann var allt of önnum kafinn til þess að geta talað við Helgu litlu. „Ég verð að bregða mér til kunningja minna í dag. Vertu nú væna barnið og farðu snemma að hátta; það getur verið, að ég komi ekki lieim fyrr en mjög seint. Konan í íbúðinni til hliðar við okkur, hjálpar þér áreiðanlega til að matreiða. Svo þaut hann út úr dyrum, til að kom- ast í vínsölubúðina, áður en lokað væri. En úti á götunni hitti liann þau Peter- sen múrarameistara og frú hans. Hann heilsaði þeim og þau tóku kveðju hans ljúfmannlega eins og þeim var lagið. En. aldrei hafði hann séð þau glápa svona

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.