Ljósberinn - 01.11.1946, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.11.1946, Blaðsíða 8
BETLEHEMSBARNIÐ Helgisaga eftir Selmu Lagerlöf Fyrir utan hlið Betlehemsborgar stóð róm- verskur kesjumaður á verði. Hann var í her- klæðum, með lijálm á höfði, girtur stuttu sverði og hélt á löngu spjóti í liendinni. All- an daginn stóð hann þvínær hreyfingarlaus, svo að liægt liefði verið að liugsa, að það væri maður úr járni. Borgarbúar fóru út og inn um hliðið; betlarar höfðust við í skugga hliðarlivelfingarinnar; ávaxta- og vínsalar settu körfur sínar og ílát á jörðina við hlið- ina á liermanninum, en hann liafði varla svo mikið við, að snúa höfði til að líta eftir þeim. „Það ér ekkert á að horfa“, virttst hanu segja við sjálfan sig. „Hvað ætli ég sé að fást við ykkur, sem stritið og rekið verzlun og komið kjagandi með olíukrukkur og vínbelgi! Ég vil sjá lier- lið, sem fylkir sér á móti óvinunum! Ég vil sjá þann sæg og ákafa orustu, þegar riddara- hðssveit ræðst á hóp af fótgönguliði! Ég vil horfa á, þegar liraustir menn koma hlaup- andi með atlögu-stiga til að komast upp á múra borgar, sem um er setið! Ég lief enga ánægju af öðru en ófriði. Ég þrái að sjá erni Rómaborgar blika við lofti. Ég þrái drunur koparlúðranna, og að sjá vopnin blika. Rétt fyrir utan hlið borgarinnar var fag- urt engi, þéttvaxið liljum. Á hverjum degi blasti þetta fagra engi við augum kesju- mannsins, en honum kom aldrei til hugar að dáðst að dásamlegri fegurð blómaima. Við og við varð liann þess var, að þeir, sem fram hjá gengu, námu staðar og skemmtu sér við að horfa á liljurnar, og þá furðaði liann sig á, að þeir skyldu tefja sig við að liorfa á jafn lítilfjörlegt. Hann hugsaði með sér, að þeir mCnn vissu ekki livað fagurt væri. Þegar hann var í þessum hugleiðingum, gaf hann engar gætur að græna enginu og baðm- ullarvöxnum hæðunum í kring um Betlehem, heldur fór hann í dagdraumum langt burtu til steikjandi lieitrar eyðimerkur í liinni sólhýru Lybíu. Hann sá fyrir liugskotssjónum sínum legio (6000 manna liersveit rómversk) hermanna í langri, beinni röð fara yfir gulan, veglausan sandinn. Hvergi var skýli fyrir sólargeislunum, hvergi svalandi lind, hvergi sást út fyrir eyðimörkina eða takmark fyrir förina. Hann sá hermennina örmagna af hungri og þorsta lialda áfram með skjögrandi skrefum. Hann sá þá, hvern á eftir öðrum, hníga niður og falla til foldar af steikjandi sólarhitanum. En þrátt fyrir allt þetta, hélt hópurinn stöðugt áfram hiklaust, án þess að láta sér koma til hugar að bregðast herfor- ingjanum og snúa við. „Þetta er fagurt, liugsaði liermaðurinn“. „Það er samboðið liraustum manni að horfa á þetta!“ Þar eð hermaðurinn dag eftir dag stóð á verði á sama stað, gafst honum ágætt tæki- færi til að gefa gætur að fallegu börnunum, sem lcku sér í kringum hann. En það fór

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.