Ljósberinn - 01.11.1946, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.11.1946, Blaðsíða 16
208 LJÓSBERINN Þarna var sitthvað að sjá fyrir „götu- flakkara“. Þarna átti hann heima eins og fiskarnir í sjónum. Fyrir Jim voru mark- aðirnir í Petticoal Lane mestu viðburðir vikunnar. Alltaf var einhver, sem þurfti á hjálp að lialda. Nú þurfti t. d. kanínu- slátrarinn að fá dreng til þess að flá dýr- in. Jim gat líka selt pappírspoka. Hann varð að vísu að selja marga poka til þess að hafa nokkra skildinga sjálfur, en þetta var nú samt sem áður verzlun. Þá var einnig hægt að vinna sér inn nokkra aura eða ávexti með því að rétta markaðsfólk- .0 inu hjálparliönd, þegar verið var að koma vörunum fyrir á morgnana og taka þær saman á kvöldin. Verst var, að það var ekki altaf hlaupið að því að fá leyfi til þess. Drengir þeir, sem hjuggu í nærliggj- andi götum, álitu markaðinn vera á sínu „umráðasvæði“ og töldu því þá, sem lengra voru aðkomnir, óvini sína. Þeir ofsóttu þá á svipaðan liátt og þegar lög- regluþjónn eltir þjóf. Oftar en einu sinni varð Jim að reika niður að höfninni, aumur og sár um allan líkamann eftir áflog. En höfnin var aðal- aðsetursstaður hans. Meðal hinna mörgu heimilislausu drengja, sem Jim kynntist í leit sinni að svefnstöðum, varð þó „Gulrótin“ bezti vinur hans. Auðvitað hét pilturinn ekki þessu nafni, en hann hafði rauðgult hár, og fyrir það varð liann að líða, „Gulrótin“, öðru nafni Jack Sommers, liafði aldrei séð föður sinn, en móður átti hann. Hann var þess vegna ekki reglu- legur ,,götuflakkari“, en móðirin hafði hrakið hann út á götuna, þegar hann var sjö ára, en síðan varð hann að spjara sig upp á eigin spýtur. Það kom einstöku sinnum fyrir, að móðirin leitaði hann nppi. En það gerði hún aðeins í þeim tilgangi, að rannsaka vasa hans, ef svo skyldi vilja til, að hún fyndi nokkra skildinga. Væri hún heppin, en hann aft- ur á móti óheppinn, þá var liún vin- gjarnleg við liann, en væru vasar hans tómir, og það voru þeir nú oftast, fékk liann kinnhest og skammir. Var það því undarlegt, þó að „Gulrótin“ vildi heldur flakka um á götunni en leita á náðir móður sinnar? Utlit hans var fráhrind- andi. Hann var svo ófrýnn, að fólk reyndi að forðast hann. Þess vegna gekk hon- um líka mjög erfiðlega að selja blöð, eld- spýtur og vindlinga. Jim var sá eini, sem auðsýndi honuin vináttu, enda voru þeir saman í meðlæti og mótlæti.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.