Ljósberinn - 01.11.1946, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.11.1946, Blaðsíða 12
204 LJÓSBERINN aðeins hermenn í bænum, þeir höfðu tekið Jnís móðursystur okkar og bjuggu í því, frænka okkar og liennar fjölskylda var farin burt, enginn vissi hvert“. „Og svo fórum við aftur til baka“, sagði Jan. „Mei sagði, að þangað yrðiun við að fara“. „Já“, stundi litla stúlkan, „ef við átl- um að komast á barnaheimili, urðum við að fara í okkar eigin sveit, því þar har mönnum skylda til að hjálpa okkur, ef þeir eru ekki allir farnir“, sagði liún áhyggjufull. „Já, en fyrst í stað verðið þið að lxafa þak yfir höfuðið í nótt, svo nú ek ég með ykkur lieim til mín“. „Húrra“, hrópaði Jan, „það er nú gott. — Hafið þið — hafið þið líka eitt- livað að horða?“ „Jan þó!“ Mei hristi litla bróðir sinn áminnandi, „ég hef þó oft sagt þér, að svona máttu ekki spyrja um“. „Hún segir, að ég sé að sníkja, en það finnst mér alls ekki“, sagði Jan fljótlega. „Ef ég spyrði, livort ég og Mei mættum fá eitthvað að borða, það er að sníkja, en ég spurði bara, hvort þið ættuð mat heima, en það eru svo margir, sem ekki eiga mat núna!“ „Við eigum mat“, sagði bóndinn al- varlega, „en ekki mjög mikið, en þú þarft ekki að vera áhyggjufullur, Jan, því við inunum geta gcfið þér og Mei með okk- ur, svo tala ég við konuna mína um hvað við getum svó gert fyrir ykkur, hún er ráðabetri en ég“. Uin leiö og hann sagði þetta, tók hest- urinn viðbragð og hljóp með miklum hraða lieim að bænunn Hann hafði séð Ijósið frá húsinu og langaði að komast heim á básinn sinn, og næra sig á sín- um fátæklega fóðurskammti. Bóndakonan, sem vissi, hve litlar mat- arbirgðir voru til, tók með varfærni á móti þessum litlu gestum. En þegar liún hafði fært þau úr hinum slitnu yfir- höfnum og sá, hve mögur og föl þau voru og heyrði hmn þurra liósta í Mei, fann hún til innilegrar samúðar með þessuin litlu verum. „Elsku börn“, sagði hún. „komið þið nú inn í liitann. Við ætlum að fara að borða, og þið skuluð einnig fá brauð- bita og eitthvað heitt að drekka, okkar eigin svöngu krakkar verða að láta sér nægja lieldur minni skammt í kvöld, já, og svo sjáum við til!“ Börnin voru fimm, öll fyrir innan fermingaraldur. Þau sáu ekki eftir matn- um, lieldur þvert á móti glöddust yfir að hitta hin ókunnu börn, — það var svo sjaldan sem gestir komu þangað heiixn-- svo þau höfðu heldur litla tilbreytingu. Jan var alveg í essinu sínu, þegar hann hafði fengið að borða, hann sagði frá öllu bæði smáu og stóru, sem fyrir þau hafði komið, frá öllum þeirra miklu hrakningum. Hann leysti fljótt og vel úr öllum spurningum. En Mei lagðist örmagna lijá eldiviðar- kassanum, við hliðina á ofninum. Sam- úðarfull augu húsmóðurinnar fylgdu henni stöðugt eftir. Að síðustu gekk hún til liennar og sagði vingjarnlega: „Nú skaltu leggja þig, telpan mín, ég sé þér líður ekki vel. Þið systkinin getið sofið hérna á legubekknum, þar er nota- legt. Á morgun getum við séð, hvað hægt er að gera fyrir ykkur“. Þegar bóndinn og kona lians höfðu

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.