Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 7
Dýrasögur barnanna: Skiltið á girdingnnni íkornapabbi kom hlaupandi heim með fullan poka af in- dælum grenikönglum og hnet- um. Mamma og ungarnir höfðu nú eiginlega engan tíma til að sinna honum eða bjóða góðan daginn. Þau voru í elt- ingaleik og stukku fram og aftur í trjánum. Þau skemmtu sér dásamlega. íkornapabbi kallaði á konu sína, hann þurfti að tala við hana um áríðandi málefni. — Við verðum að senda börnin í skóla og láta þau læra að lesa, sagði hann. Það fannst íkornamömmu alveg óþarfi. Aldrei hafði hún gengið í skóla. Hún hafði svo sem komizt vel af, þó hún væri ekki læs. Það væri ekki vel gert að loka börnin inni í þessum leiðinlegu skólastof- um. Hún hafði líka heyrt, að uglufrændi væri strangur kennari. Hann kastaði stund- um grenikönglum í börnin, ef þau kunnu ekki lexíurnar sín- ar. — Já, en hlustaðu nú á, sagði íkornapabbi. Það er bú- ið að festa skilti upp við girð- inguna, þar sem ég er vanur að tína hneturnar. Mér þykir leiðinlegt að skilja ekki hvað á því stendur. Þetta skildi íkornamamma. Það var víst bezt, að börnin færu í skóla og lærðu að lesa. Daginn eftir fóru þau svo í skólann og þeim þótti ákaflega gaman. Pabbi sótti þau, þegar skóla- tíminn var úti. Svo hljóp hann með þeim niður að girðing- unni og spurði þau hvað stæði á skiltinu. Ungarnir gátu ekki sagt honum hvað stæði á skiltinu. Þeir höfðu ekki enn lært að þekkja nema a-ið. Næsta dag sótti pabbi þá aítur í skólan og flýtti sér með þá niður að girðingunni, þar sem skiltið var. Nú voru þeir farnir að þekkja b-ið, en það var ekki nóg. Pabba fannst þetta vera lé- legur skóli. Þeir voru búnir að vera í skólanum í tvo daga og kunnu samt ekki að lesa! Nú leið á sumarið og að lok- um voru þeir búnir að læra alla stafina og gátu farið að lesa svolítið. Þeir lögðu allir saman og tókst að komast fram úr því, sem á skiltinu stóð. Þar stóð, að það væri stranglega bannað að tína hnetur í skóginum, og svo kom nafnið hans Péturs skógar- varðar undir. íkornapabbi skildi nú ekk- ert í því, að Pétur gamli skóg- arvörður mætti ekki tína hnet- ur eins og allir aðrir! Jæja þá, úr því að Pétur gamli skógarvörður mátti ekki tína hnetur, þá skyldi íkorna- pabbi tína sjálfur í fullan poka og gefa honum, því Pétur gamli skógarvörður var svo góður karl og gerði íkornun- um aldrei mein! LJDSBERINN 23

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.