Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 12
/ N Á ÆVINTÝRAFERÐ í EÞÍÓPÍU * ./ Uramíia ícliiaga eftir X •Í; &en<ft WjarllanJ, X — Piparsósan er sterk, sagði faðir hans, en hún er líka góð. Eftir nokkrar vikur fer þér að þykja hún góð ekki síður en okkur. En getir þú ekki borðað hana, þá skaltu borða indjera. Steinn þóttist vita að indjera væri brauðið. Það var súrt á bragðið, en sé maður svangur, þá er ekki nóg að borða bara vöflur og jarð- arberjamauk. Systkinin borðuðu brauðið, eða indjera eins og það var nefnt, og þögðu um, að fjarri fór, að þeim þætti það gott. Eftir á gaf mamma þeirra þeim bita af nestinu að heiman. Þeim fannst það vera mikið góðgæti. Það reyndist rétt vera, sem faðir þeirra hafði sagt. Eftir hálfan mánuð höfðu systkin- in vanizt etíópskum mat og þótti hann góður. Þeim fannst helzt að matnum, væri piparsós- an ekki verulega sterk. Rúm voru engin í kofa Ató Berhane. í stað þeirra bar hann inn fang af hálmi og stráði honum á gólfið. Gestirnir vöfðu sig inn í ull- arsjöl, sem voru í bílnum og lögðust fyrir á hálminum. Steinn var ákaflega þreyttur og hafði ekki fyrr lagt sig en hann var að því kominn að sofna. Þá glaðvaknaði hann skyndilega við ægilegt ýlfur. Hann þóttist vita, að villidýr væri fyrir utan kofavegginn í myrkrinu. Steinn þreifaði fyrir sér og tók í handlegg- inn á föður sínum. Hvernig gat staðið á því, að pabbi hans virtist ekkert hafa heyrt og hreyfði sig ekki? — Pabbi, hvíslaði Steinn. Hvað er þetta? Hvað eigum við að gera? í því kvað við óskapleg hundgá í þorpinu. Hvað hafði komið fyrir? — Vertu óhræddur, Steinn minn. Þetta er sjakali, en hann kemst ekki inn til okkar. Hundarnir reka hann burtu. Við þurfum ekk- ert að óttast, Guð heldur sinni verndarhendi yfir okkur. — Já, ég veit það, sagði Steinn, en var þó hræddur. — Þú munt venjast ýlfri sjakalanna. Svona láta þeir á hverju kvöldi í Ersó. En það var ágætt, að Birgitta sofnaði strax, hún hefði annars orðið andvaka. Hávaðinn úti fyrir fjarlægðist óðum. Steinn sofnaði vært við hlið föður síns. Á næturhimni hitabeltisins tindruðu milljónir stjarna. Villi- dýr leyndust í runnum og kjarri og héldu uppi óhugnanlegum hávaða alla nóttina. Nýir félagar. Ersó var í fögru dalverpi. Kristniboðsstöðin lá vel við útsýni. Frá svölum stöðvarhússins var útsýni yfir breiðan dal með háum og bröttum hlíðum. Neðarlega í dalnum var smá- bærinn Ersó. Menn kölluðu það bæ, en Ersó var raunverulega ekkert annað en þyrp- ing kringlóttra stráskýla kringum autt svæði eða torg. Á torginu sátu daglega konur úr nágrenninu og seldu bæjarmönnum egg, á- vexti og kornvöru. Kristniboðsstöðvarhúsið var falleg, hvít bygging með djúpum svöl- um á framhlið. Aðrar byggingar voru skóli með þremur kennslustofum og samkomusal í stað kirkju, heimavist fyrir drengi og loks íbúðarhús fyrir kennara og annað starfslið. Alltaf var mikið um að vera á kristniboðs- stöðinni. Nemendur stóðu í röðum meðfram veginum heim að kristniboðsstöðinni. Þel- dökkir kennarar gengu meðfram röðunum og héldu þeim beinum. Hvít shamma kenn- aranna voru áberandi í rökkrinu. Skólabörn- in voru í dökkum kakífötum og svo dökk í framan, að erfitt var að koma auga á þau í dimmunni. 28 LJÓSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.