Ljósberinn - 01.04.1957, Qupperneq 5

Ljósberinn - 01.04.1957, Qupperneq 5
 S A G A Georg og félagar hans Einu sinni var fátækur drengur, er Georg nefndist. Hann var ötull og efnilegur og fékk því ókeypis kennslu í góðum skóla. Hann var stilltur og prúður í allri framkomu. En félagar hans öfunduðu hann vegna þess, að hann kunni alltaf lexíur sínar betur en aðrir og svaraði alltaf spurningum kennaranna. Félagar hans vissu vel, að móðir Georgs vann fyrir þeim mæðginum, með því að gera við föt fyrir fólk, og af því að hann var líka alltaf í bættum fötum, voru þeir farnir að kalla hann „drenginn í Bót“. En Georg litli varð aldrei reiður hvernig sem þeir fóru með hann í orði eða verki. Mamma hans hafði beðið hann um að láta sem ekkert væri. En hann grét oft, þegar enginn sá til. Honum þótti sárt að verða fyrir aðkasti fyrir það eitt, að hann var fá- tækur. Georg litli var stór eftir aldri, laglegur sýnum, hárið glóbjart og hrokkið, augun blá, en fötin gerðu hann ósjálegan, því að þau voru bætt og fóru honum ekki alltaf vel. Einu sinni átti að úthluta verðlaunum í skólanum. Allir bjuggust við, að Georg mundi fá fyrstu verðlaun, en þau voru dýrindis bæk- ur. Georg var alltaf efstur í bekknum sínum, og hvernig sem hinir hertu sig, gátu þeir aldrei komizt í sætið hans. Þeir Kári og Ari voru næstir og skiptust á um annað og þriðja sætið. Þeir voru sárgramir yfir því, að hvor- ugum þeirra tókst að ná fyrsta sætinu. Verðlaununum átti að úthluta á hálfrar aldar afmæli skólans, og það hafði frétzt, að sonur konungsins mundi verða viðstaddur hátíðina. — Ég ætla að vera í nýju flosfötunum mínum, sagði Kári. — Og ég í hvítu hásetafötunum mínum, sagði Ari. Nú, nú, í hverju ætlar þú að vera Georg í Bót? — Hún mamma hans setur víst nýja bót á fötin hans, þegar svona mikið á við að hafa, sagði Kári í háði. Nei, lítið þið á stag- bætta bekkjarkónginn. Hann snýr við okkur bakinu, þegar við erum að tala við hann. Hann er meira en lítið upp með sér. Það var alveg satt, að Georg sneri við þeim bakinu, en það gerði hann til þess, að þeir sæju ekki tárin, sem komu fram í augun á honum, þegar þeir voru að hæðast að honum. Þegar Georg kom heim, sá mamma hans, að illa lá á honum, og þegar hún spurði hvað að honum gengi, gat hann ekki varizt tárum og varð að segja henni allt sem var. — Ó, þeir eru ljótu strákarnir, sagði móð- ir hans þung í skapi. Hvernig geta þeir feng- ið af sér að draga veslings, fátæka dreng- inn minn sundur og saman í háði? Þú ættir ekki að þola þeim þetta, heldur kæra fyrir kennaranum, ef þessu heldur áfram. — Nei, mamma, það geri ég ekki, sagði Georg og sárnaði við mömmu sína. Ég segi aldrei eftir neinum, og það er alls ekki víst, að þeim sé eins illa við mig og þeir láta. Þetta sama kvöld kom fjöldi drengja heim til Kára. Þeir ráðguðust um það sín á milli, hvernig þeir ættu nú að erta Georg svo um munaði. Kári átti systur, sem var ári yngri en hann. Helga var bezta barn og féll svo undur vel á með henni og Georgi. Hann hafði oft hjálp- að henni. Hann hafði náð fyrir hana kanarí- fuglinum hennar, þegar hann slapp úr búr- inu, og hann hafði náð hálsmeninu hennar, þegar hún missti það í stóra pollinn. Henni LJDSBERINN 37

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.