Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 12
Hann fór inn til konu sinnar og talaði lengi við hana. Loks kom hann aftur. — Við lofum þér að reyna og sjáum svo hvernig þér gengur. Við verðum að hola þér niður í svefnherbergi drengjanna. Þú getur byrjað í öðrum bekk. Ahmed hneigði sig djúpt, brosandi út undir eyru. — Fylgdu honum út í skóla, sagði kristni- boðinn við Stein. Sýndum honum hvar hann getur þvegið sér. Við verðum að láta hann fá hrein og heilleg föt. Ókunna drengnum gefið nýtt nafn. Múhameðski drengurinn fékk að byrja í skólanum á miðju skólaári. Kristniboðinn sá ekki eftir því, að hafa leyft það. Drengurinn var bæði greindur vel og iðinn. Hann fylgd- ist vel með í bekknum. Steinn og Ahmed urðu brátt beztu vinir. Hvorugur talaði vel amharisku. Steinn skildi Ahmed betur en nokkurn hinna drengjanna. Oft sátu þeir útaf fyrir sig og röbbuðu saman. Steinn sagði honum ýmislegt frá Svíþjóð. Sumt átti Ahmed erfitt með að skilja. Snjó hafði hann aldrei séð. Steinn sagði, að þegar snjóaði liti það út alveg eins og sykri hefði verið stráð yfir tré og garða og engi og allt. En að hægt væri að renna sér á þessum snjó, með því að hafa fjalir á fótunum, það gat Ahmed ekki skilið. Hann hélt, að það gæti ekki verið alveg satt. Ahmed hafði líka fyrir sitt leyti frá mörgu að segja. Eþíópía er merkilegt land. Hann sagði Steini frá Dankaliauðninni. Þar er svo mikill hiti, en lítill gróður, að engin dýr geta lifað þar. Jarðvegurinn er rammsaltur. Oft hafði Ahmed séð úlfaldalestir með salt- bagga koma frá eyðimörkinni. Hann sagði líka frá gömlum bæ með stein- húsum, sem enginn byggi í. Bærinn var í af- skekktum eyðidal, falinn inni í skógi. Ahmed hafði komið þar, þegar hann var lítill. Þá hafði gamall maður sagt honum, að mikill fjársjóður, gull og gersemar, væru í neðan- jarðargöngum inni í bænum. — Drengirnir urðu ásáttir um, að einhvern tíma skildu þeir fara til þessa bæjar og leita að sjóðnum, og verða síðan frægir og ríkir. Ahmed sagði einnig frá ýmsu, sem drifið hafði á daga hans áður en hann kom til Erso. Fjölskylda hans hafði átt kofa við á eina á sléttunni, þegar faðir hans var á lífi. Þau áttu þá nokkrar skepnur og höfðu nóg að borða. Þá var það, að stríð brauzt út milli tveggja ættflokka. Faðir hans kom ekki heim aftur úr stríðinu, og þóttust þau viss um, að hann hefði fallið. Ahmed var þá kornungur, en varð að vinna fyrir sér sjálfur. Hann tók að sér að gæta úlfalda. Honum féll það svo illa, að hann strauk til Harrar. Þegar ættingjar hans fréttu hvar hann var niður kominn, var elzti bróðir hans sendur eftir honum. Ahmed var þá kominn í skóla hjá bandarískum kristniboðum og vildi ekki fara heim. En hann varð. Oft hugsaði hann til skólans og gjarna hefði hann viljað vera kristinn eins og þessir góðu hvítu menn þar. Þegar móðir hans dó, ákvað hann að strjúka að heiman, — strjúka svo langt burt, að bróðir hans gæti ekki fund- ið hann. Þess vegna gekk hann alla leið til Ersó og var marga mánuði á leiðinni. — Hvað borðaðirðu á ferðalaginu? spurði Steinn. Ahmed yppti öxlum. — Mér var oft gefinn matur. Stundum stal ég, svaraði hann dræmt. — Hvað mundi nú bróðir þinn gera, ef hann næði til þín? — Hann mundi berja mig til óbóta. Steinn steytti hnefana. — Ég skal biðja pabba að hjálpa þér. —• Ég býst ekki við, að bróðir minrt komi alla leið hingað. Verði ég skírður, þá er ég ekki framar bróðir hans. Ahmed var óvanur knattspyrnu. Hann var liðugur og sterkur og tók mikinn þátt í alls konar leikjum. En bráðlyndur var hann eins og félagar hans. Leikjum þeirra lauk oft með áflogum eða hörkurifrildi. Þeir voru inn- lendir menn og vissu hvað við átti, — börðu svörtu fótleggina með ól úr vatnahestshúð, svo hvítar rákir sáust á þeim lengi á eftir. Ekki var kennt á laugardögum. Þá áttu nemendur að taka til í herbergjunum og baða sig, undir eftirliti kennaranna. Þeir þvoðu fötin sín sjálfir og sléttuðu með járni, sem fyllt var með glóandi kolum. Börnin voru flest meðlimir koptisku kirkj- unnar, en ekki Múhameðstrúar. Sum voru þó frá heiðnum heimilum. Þau höfðu aldrei heyrt 60 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.