Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 7
 í sama bili kom sterk vindhviða, svo að litla húsið hristist á grunninum. Og meðan storm- urinn hvein, tóku stórar snjóflyksur að setj- ast á rúðurnar. — Bara, að Frans sé kominn heim, sagði Hans, annars verður hann að leita skjóls í einhverjum berghelli! — Ég get ekki hugsað mér annað en að hann hafi flýtt sér heim eins og við, sagði faðir- irinn, enda var hann sjálfur sannfærður um, að óveður mundi skella á. — Nei, sagði Vilhelm ákafur, þegar Frans er á veiðum, gleymir hann öllu öðru. Föðurnum vannst ekki tími til að svara, þvi að skyndiiega heyrðist gnýr, sem varð æ háværari. — Snjóskriðan! Snjóskriðan! æpti móðirin. Við skulum flýja! En það var of seint. Snjór, möl og mold steyptist niður yfir litla húsið með braki og brestum. Það brakaði í loftinu og bjálkunum. Allir fleygðu sér niður á gólfið. Faðirinn kom börnunum fyrir undir borðinu, til þess að þau kremdust ekki til bana, ef loftið hryndi nið- ur yfir þau. En nú varð allt kyrrt, dauðaþögn! Allir lágu stundarkorn eins og höggdofa. En svo gat faðirinn stunið upp: Eruð þið enn þá lifandi börnin mín? — Já, bæði við og mamma! — Guði sé lof! sagði Irwin. En þá verðum við líka að taka til starfa! Getið þið þrýst upp dyrunum, drengir, ég setti tvær eða þrjár skóflur út fyrir til vonar og vara! Jú, það tókst. — Nú verðum við að skiptast á við að grafa okkur göng gegnum snjóinn, sagði faðirinn. — Eftir margra stunda erfiði, hvíldu þeir sig andartak. Þá hrundi snjórinn allt í einu niður, og göngin fylltust. Allt stritið hafði verið árangurslaust. Og ekkert þeirra hafði fengið nokkurn mat, því að það var ekki unnt að opna dyrnar á borðstofunni. — Bjálki hlýtur að hafa brotnað niður þar inni. Hvað eigum við að gera? stundi móðirin. — Gráttu ekki, elsku mamma, við erum alls ekki mjög svöng, sagði Elsa litla. Ég held, að ég reyni að syngja mjög hátt, því að þá getur verið, að nágrannar okkar heyri til okk- ar. Heldur þú ekki, pabbi, að þeir reyni að grafa okkur út? — Jú, vina mín, syngdu bara! Og svo söng Elsa: „Drottinn minn Guð, þú ert vernd mín og vörn, voðans í ólgandi flóði. Frelsa þú lýð þinn og blessa þín börn, blessaði faðirinn góði.“ Rödd hennar varð smám saman skærari og hvellari. Þegar hún þagnaði, heyrðist skyndi- lega dauft hljóð fyrir utan. Hljóðið hækkaði æ meir. Þá hrópaði Irwin af öllum mætti: — Hjálp! Hjálp! Hjálp! — Eruð þið lifandi, öll? Það var veiðimað- urinn, Frans, sem kallaði þessi orð og brauzt glaður inn í litla húsið. En hve hann var breyttur. Mildur svipur var á andliti hans. — Já, þið megið trúa því, að það hefur gerzt ýmislegt í nótt, sagði hann. Á meðan snjóskriðan kaffærði heimilið ykkar, runnu skriðurnar niður um allt. Ég sat sjálfur inni- lokaður í dimmum bergskúta. Mér tókst loks í dögun að skríða út, og ég komst með miklum erfiðismunum niður til annars af nágrönnum okkar. Skriðan, sem kaffærði hús ykkar, hafði farið fram hjá hinum húsunum, svo að ég fékk nágranna okkar til þess að hjálpa til að grafa ykkur út. En við óttuðumst allan tím- ann, að þið væruð dáin, þangað til við heyrð- um Elsu litlu syngja. Já, litla stúlka, nú þjóna ég líka hinum máttuga Guði, okkar himn- eska föður, sem getur frelsað börn sín úr nauðum! Er fleira til frásagnar? Já, aðeins þetta, að þegar vorið kom, hjálpuðu nágrannarnir Irw- in líka til þess að koma sér upp nýju húsi. Þangað til varð fjölskyldan að búa hjá Frans, sem var meira en fús til þess að lána þeim húsaskjól. anáikrift madiini er: Barnablaðið LJÚSBERINN Pósthólf 243 Reykjavík LJDSBERINN 7

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.