Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 11
HÖLL HAFKONUNGSENS Endursögn úr sænsku 1—— Einhvern tíma í fyrndinni, þegar mennirnir klæddust skinnum villidýra, sem þeir lögðu að velli með bogaskotum og spjótslögum, — höfðust nokkrar fjölskyldur við í hreysum úr torfi og grjóti umhverfis vík eina, er lá fyrir opnu hafi. Fólk þetta lifði mestmegnis á fiskiveiðum. Báta gjörðu þessir menn sér þannig, að þeir bundu saman trjábúta, og má nærri geta, hvíiíkur farkostur þetta hefur verið. En „við illt má bjargast, en ei við ekkert“. Víðast hvar við vík þessa og í nágrenni hennar var brimlending og óhrein leið með ströndinni, og í sjálfu víkurmynninu var stór- eflis klettur, sem þó stóð aðeins lítið eitt upp úr sæ. Við klett þennan var jafnan ægi- legt brim, — og álarnir milli kletts og lands voru þröngir og grunnir. Var því víkurmynn- ið oft í einu broti, og var það stórkostleg sjón. Út í ála þessa urðu víkurbúarnir að sækja afla sinn, og stundum lengra. En jafnan hraus þeim hugur við sjósókn þessari, þó að nauðsyn ræki þá harðri hendi út á hafið. Auk brims og stórsjóa var það svo, að þegar dimmt var, sást kletturinn í víkurmynninu ekki. Varð hann því mörgum manninum að bana. Smám saman mynduðust svo ýmsar kynjasögur um hafmeyjar, er með söng sín- um áttu að seiða sjómennina of nærri klett- inum, — höllu hafkonungsins, föður þeirra. Hafkonunginn hræddist hvert mannsbarn þar um slóðir. Væru krakkarnir óþæg, þurfti varla annað en að hóta þeim, að þau skyldu gefin hafkónginum, til þess að þau yrðu hin elsku- legustu að vörmu spori. Af iðju kvenanna þar í víkinni er það að segja, að þær egndu snörur til að veiða fugla í, meðan menn þeirra voru á sjónum. Fuglakjötið steiktu þær handa sjómönnunum, en sjálfar skreyttu þær sig með fjöðrunum, og heitu blóðinu ruðu þær á goðalíkneski sín. Má þá nærri geta, hvort sjávargoðið hefur farið varhluta af blóðfórn þeirra, Nú bar svo við einn dag, að snögglega hvessti. Einn bátur var á sjó. Við sjálft lá hvað eftir annað, að brimið sogaði hann í sig og bryti hann við klettinn. En formann- inum auðnaðist þó að bjarga sér og bátnum. Þakkaði hann það sjálfum sér og svo goðum þeirra, fiskimannanna. Á leiðinni heim að hreysi sínu kom hann auga á lítinn fugl, sem fastur var í snöru einni. Litli fuglinn brauzt um af ítrustu kröftum, en árangurs- laust. Hann leit óttabljúgum 'augum á mann- inn, sem hann skoðaði böðul sinn. Fiskimann- inum flaug þá í hug, að svipaða baráttu væri hann sjálfur nýbúinn að heyja. Brimið og sjórinn væri snörur hafmeyjanna. Hann fann allt í einu innilega til með litla fuglinum. Varlega losaði hann fuglinn úr snörunni og leyfði honum að fljúga leiðar sinnar. En dá- lítið þótti honum kynlegt, að litli fuglinn skyldi nema staðar og hvíla sig eftir erfiðið og hræðsluna — á höll hafkonungsins. Það var ekki laust við, að hann væri hræddur við það. Hann vissi ekki sem vonlegt var, að þegar fuglinn flaug þaðan, skildi hann eftir lítið fræ, sem féll niður í sprungu í klett- inum, en í þessari sprungu var ósköp lítil moldarlúka. Blessuð sólin, moldin og regnið var ekki aðgerðarlaust: Furutré óx upp úr sprungunni. Miskunnsamt hjarta eins ffski- manns varð ein orsökin til þess, að víkur- búarnir eignuðust fyrsta sjómerkið, en það bjargaði mörgum manninum frá bráðum bana. Sæll er sá, er lifir öðrum til blessunar. Vald. V. Snœvarr. LJDSBERINN II

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.