Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 14
Já, það er alveg áreiðanlegt. Ningsiang er ekkert þorp. Það er stór bær, og þar er mik- ið af mat. Ég skal kaupa hrísgrjón, kjöt og egg handa ykkur. Þá tökum við okkur hvíld og látum okkur líða vel. Börnin hertu gönguna, þegar þau heyrðu um allt sælgætið, sem þau áttu að fá. Margir töldu í sig hug með því að hugsa um Ning- siang. Þarna var gamall maður. Hann var mjög veiklulegur, og sjónin var svo slæm, að hann gat varla greint veginn. Sonur hans dró á eftir sér lítinn léttivagn, sem hann hafði náð í. Vagninn var orðinn lélegur, og ekki hafði verið borin olía á hjólin, svo að það ískraði hræðilega í þeim. Vagninn var fullur af sængurfötum og allskonar pinklum, og efst uppi á honum sátu tveir drengir, sem reyndu að halda sér föstum. Það var svo erfitt fyrir gamla manninn að fylgjast með hin- um, en Gógó, elzti sonarsonur hans, var hon- um til mikillar hjálpar. Hann hélt í hönd afa síns og reyndi að fá hann til að halda áfram. Komdu með okkur, afi, sagði hann. Bráðum erum við komnir til Ningsiang. Þar kaupir pabbi svolítið vín þér til hressingar. Þá færðu áreiðanlega krafta þína aftur. Ég er svo hræddur, Gógó, sagði afinn. Hvað er það, sem þú óttast, afi. Nú erum við komnir svo langt burtu, að óvinirnir geta ekki náð okkur. Ég óttast ekki óvinina, Gógó, en ég óttast það að deyja svo langt frá heimkynnum mín- um, að ég geti ekki fengið að leggjast til hinztu hvíldar hjá feðrum mínum. Kannski gleymist gröf mín, svo að enginn ber þar fram fórnir. Því verður sál mín hungruð og köld í dauðaríkinu. Vertu ekki hræddur, afi. Við pabbi skul- um fara með þig til feðranna og ekki gleyma gröf þinni. Raunar ferð þú nú ekki að deyja strax. Nú erum við bráðum komnir til Ning- siang. Það eru aðeins eftir 50 li. Komdu nú áfram. Gógó dró afa sinn á eftir sér, reyndi_ að styðja hann, þegar vegurinn var ósléttur, en ekki leit út fyrir, að afi kæmist langt áfram úr þessu. Foolai varð sárleiður, þegar hann heyrði þetta, sem afi sagði, því að hann hugsaði um grafir foreldra sinna í litla þorpinu langt í burtu. Hann hafði hugsað sér, að fara heim og standsetja grafirnar fyrir vorhátiðina, því að þá voru allar grafir lag- færðar og skreyttar. Miklum pappírspening- um var fórnað á gröfunum, svo að sálirnar hefðu eitthvað til að lifa af í dauðraríkinu. En nú gat hann alls ekki aflað sér peninga til fórnfæringarinnar. Hann gat heldur ekki farið heim, því að hann þorði ekki að koma í nánd við Wang-lo-ban og ræningjaflokk hans. Æ, hvað hann var orðinn þreyttur og þung- lamalegur, og þar að auki dauðhungraður. Hann hafði fundið nokkrar sætar kartöflur í akri einum. Honum fannst þær bragðast nærri því eins og næpur. Foolai fannst þær mjög góðar, en þær gáfu líkamanum lítinn mátt til svo langrar göngu. Nú fór hann hægt yfir og varð oft að setjast niður til að hvíla sig. N œturvörðurinn. Allt var með kyrrum kjörum í Ningsiang. Menn voru fyrir löngu gengnir til náða. Búið var að reka svínin, kjúklingana og hænsnin inn af götunni. Það var auðvelt að þekkja kjúklingana í sundur, því að þeir höfðu verið málaðir í ýmsum litum á vængjum eða hálsi. Sumlr voru með rauðri rönd, aðrir með blá- um vængjum og enn aðrir með gulum hring og svo framvegis. Nú höfðu þeir verið settir niður í litlar körfur og lokaðir inni í stofu eða stungið undir rúm í svefnheberginu. Þar gat hvorki kötturinn né refurinn náð til þeirra. Það var auðvitað enn verra, ef einhver tví- fættur refur ásældist þá, en þá hlaut hund- urinn, sem var á verði, að segja til hans. Hundarnir voru líka lokaðir inni, en þeir lágu rétt fyrir innan hliðið og voru á varð- bergi. Ef einhver órói varð á götunni, þá fóru þeir að gjamma með miklum ósköpum, en menn voru orðnir því svo vanir, að þeir rumskuðu varla. Á heimili Li-hjónanna hrutu börnin öll og voru furðanlega samtaka, en foreldrarnir voru vakandi og voru að hvísl- ast á. FRAMH. 1 íhntfiii : Pósthólf blaðsins er hér eftir 243 14 LJDBBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.