Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.01.1960, Blaðsíða 16
KAPPAKSTURINIM IVIIKLI • MYNDASAGA • 1 Það var árið 1908 að tvö dag blöð, New York Times og Par- ísarblaðið Le Matin, efndu til kappaksturs á bifreiðum um- hverfs jörðina. Bílarnir voru þá nýtilkomnir og engir vegir ut- an borganna, sem hæfðu þeim. Virtist þetta því hið glæfraleg- asta fyrirtæki og nær óhugs- andi. Kappaksturinn átti að hefjast í New York og enda í tóku þátt i keppninni: Thomas, amerískur bíll, Zust, ítalskur, Protos, þýzkur, og þrír fransk- ir, De Dion, Motoblock og Siz- aire Naudin, sem var minnstur allra bílanna og var knúin eins strokks 12 ha. vél. Allir hinir bílarnir voru með 4ra strokka vélar og voru flestar með yfir 40 hestöfl. Með hverjum bíl voru 3 menn og farangurinn 1 Paris. Vegalengdin, sem bifreið- arnar áttu að fara, var um 17.000 mílur, en mikinn hluta leiðarinnar voru þeir ferjaðir, sem sé yfir Kyrrahaf og Jap- anshaf.....Bílar voru á þeim árum ekki notaðir til langflutn- inga. Þeim var varla treyst út fyrir borgirnar og það var al- veg sérstakt, ef bílum var ekið meira en 200 mílna vegarlegnd. lest....Bilamir 6 brunuðu nú af stað frá Times-byggingunni i New York, 12. febrúar 1908. Það var á afmælisdegi Lincolns og um 250 þúsund manns, sem voru að skemmta sér í tilefni dagsins voru viðstaddir, þegar bílarnir runnu af stað. Bílstjór- arnir höfðu ákveðið að koma til Albany um nóttina, 150 míl- ur frá New York........ Þeir Vegir, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, voru ógreiðfærir og urðu yfirleitt ófærir i bleytu. Það var í rauninni ekki hægt að fá gert við bíl nema á verkstæð- um í borgunum og ef það skeði, að hlutur brotnaði, varð að smíða hann að nýju, því vara- hlutir þekktust varla....... Það vom 6 bílar, sinn af hvorri tegundinni, sem upphaflega voru ekki komnir nema um 20 milur út fyrir New York, þegar þeir urðu fastir í snjó. Lengi voru þeir að brjótast áfram í ófærðinni með hinn þunga fram, en bændur og greiðasam- ir náungar hjálpuðu þeim að komast leiðar sinnar yfir fyrsta áfangann. Hraðinn var ekki mikill, því þeir fóru ekki nema eina mílu á klukkustund. . . .

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.