Ljósberinn - 01.10.1960, Síða 14

Ljósberinn - 01.10.1960, Síða 14
I son, engan erfingja framar. En svo hafði hon- um borizt til eyrna, að Foolai væri orðinn munaðarlaus. Nú langaði hann til að taka Foolai sér í sonar stað. Hann mundi fá hina beztu aðbúð á hinu stóra, ríkmannlega heim- ili og taka allan arf eftir frænda sinn. Maður- inn, sem hafði komið á kristniboðsstöðina, hafði sagt, hvar Foolai væri niður kominn. Foolai var bæði glaður og hryggur þegar hann fékk þetta bréf. Fyrst í stað vildi hann ekki fara frá góðu vinum sínum í Ningsiang, en presturinn og kennararnir við skólann höfðu talið hann á að fara. Hann gæti ekki látið slíkt tilboð fara fram hjá sér. Foolai hafði því far- ið, en hann hafði skrifað innilegt kveðjubréf til útlenda vinar síns. Hann gat ekki kvatt Foolaá, en í peningaskáp kristniboðsstöðvar- innar stóð blekbyttan eftir til minningar um hann. Kristniboðinn hugsaði oft til þessa unga vinar síns. Hvernig ætli honum líði? Vonandi auðnast honum að vera vottur Jesús í myrkri heiðninnar í þorpinu lengst suður í Kína. ENDIR. Gústaf /XtliÞÍf — Framh. af bls. 104. an gaf hann skipunina til áhlaups: „Áfram nú!“ í sex klukkustundir geysaði hin grimma orrusta svo ekki mátti á milli sjá hvor betur hefði. Gústaf konungur sótti þangað sem orrustan var hörðust, hvatti menn sína ,sem ákafast, og hirti ekki um viðvaranir herfor- ingja sinna. Hann þeysti áfram á hesti sín- um yfir torfærur og hindranir þangað til byssukúla lenti á vinstri handlegg hans og tætti hann í sundur. Honum var hjálpað aftur fyrir víglínuna, en þá fékk hann aðra kúlu í bakið og féll af hestj sínum. Það var augljóst að nú yrði hon- um ekki bjargað, hann var særður til ólífs. Síðustu orðin, sem hann heyrðist segja vöru þessi: ,,í dag hefur mér auðnast að innsigla frelsi vort og trú með blóði mínu.“ Líki konungs var bjargað og það var flutt til Svíþjóðar og jarðsett frá Riddarholm kirkjunni í Stokkhólmi. Þegar konungur var fallinn, var hætta á að ílótti bristi í lið mótmælenda en hershöfðingj- ar hans hvöttu liðið og vann það hin glæsileg- asta sigur á Wallenstein og hans liði. Þar með var veldi kaþólskra manna brotið á bak aft- ur fyrir fullt og allt og trúfrelsi tryggt í land- inu. Þrjátíu ára stríðið stóð í mörg ár enn, en eft- ir orrustuna við Lútzen var það nær eingöngu pólitísk styrjöld, sem litla eða enga trúarlega þýðingu hafði. Af Wallenstein er það að segja, að aftur setti keisarinn hann af og gaf fé til höfuðs honum. Var hann ráðinn af dögum í veizlu, er haldin var til heiðurs honum og var hann engum harmdauði. En nafn hins trúaða konungs lifir, sem nafn einhvers glæsilegasta velgerðarmanns mann- kynsins. IIíMUSÍIjjÓð Haustlaufið niðar, nótt kemur svöl, næðingar gjöra blómin svo föl. Smáblöðin falla, flögrandi falla niður af trjánum nábleik og þvöl. Náttúran á sér annars ei völ. Inni fær barnið ljúfustu dvöl, brosir í draumi blítt og í laumi, dreymir um enga angist né kvöl. Komið er haustið, hrímþokan grá hylur nú landið. Blómin svo smá fölna og sölna, sölna og fölna. Allt er að fölna, fallið í dá. Barn mitt í vöggu, völtunum á, væran nú blundar arinum hjá. Logarnir hoppa, skuggarnir skoppa iðandi um þilin ótt til og frá. Sofðu nú barn mitt, blíðlega hér bjartir Guðs englar vaka’ yfir þér. Vængirnir blaka, blikandi blaka. Ljósroði’ um vanga leikur nú sér. Brosið á vörum vitni þess ber, vakandi’ í blundi’ að sálin þín er. Lífgeislar dansa, dansandi glansa, haustið með éljum framhjá þér fer. Fr. Fr. II I

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.