Ljósberinn


Ljósberinn - 12.04.1930, Page 1

Ljósberinn - 12.04.1930, Page 1
Hinn saklausi. (Sunnudiigaskólinn 13. apríl 1930). Lestu. Lúk. 23, 1.—12. Lærðu. Hebr. 12, 3 a. Virðið því fyrir yður pann, sem þolað hefir slík andmæii gegn sér af syndurum. 1 dag er ykkur sagt frá pví, ungu vinir mínir, að Jesús, sem aldrei drýgði synd, var leiddur fyrir dómara og kærð- ur fyrir honum. Dómarinn var heiðinn, og vissi ekkert til hvers Jesús var kom- inn. En þegar hann var búinn að at- huga sakirnar, sem á Jesúm voru born- ar, þá sagði hann: »Ég finn enga sök hjá þessuin manni«, l5að var fagur vitnisburður af vörum dómara. I3eir, sem trúa á Jesúm og elska hann, gefa honum sama vitnisburðinn. Og helzt af öllu vildu þeir geta breytt svo, að þeir fengju liinn sama vitnisburð. Pið viljið vera lærisveinar Jesú, kæru börn. Biðjið hann að hjálpa ykkur til að lifa svo, að líf ykkar mætti sem mest líkjast hans heilaga lífl. En þó að þið breytið vel, þá getur oft svo farið, að þið verðið að þola illt, fyrir það eitt, að þið elskið Jesú. Minn- ist þá Jesú. Hann liefndi sín ekki, hann illmælti ekki aftur, þegar honum var ill- mælt, heldur fól þá illu meðferð sínum himneska föður á himnum. Hið sama eigið þið að gera og taka öllu slíku róleg og glöð í huga, eins og Jesús. Pétur, sem var einn af lærisveinum Jesú, skrifar vinum sínum bréf og segir í því bréfi: »Pað er yndislegt, ef einhver vegna meðvitundar um Guð þolir móðganir og líður saklaus. Og svo var honum sjálfum orðið þetta tamt, svo hefnigjarn sem liann hafði þó einusinni verið, að hann tók öllu slíku með gleði. En munið uin fram allt, kæru börn, að Jesús leið þetta allt okkar vegna, til þess að hjálpa okkur, sem erum sek fyrir Guði, en ekki saklaus. »Hinn saklausi talinn er sekur, að sekir við refsingu sleppi, og frelsarinn fjötra’ á sig' tekur. að fjötraðir lausnina hreppi«. (V. Br.). B. .7. -----—><£><» ----

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.