Ljósberinn - 01.05.1936, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.05.1936, Blaðsíða 5
LJOSBERINN 91 hann vildi helzt vinna fyrir sér, hvort held,ur á bændabýli eða við iðnrekstur, að hann svaraði: »0, foreldrar mínir! Leyfið mér að stunda sjómennsku. Ad verða dug'andi sjóari, það er hlutur, seni mér fellur í.geð.« Bæði Mads og Karen voru af sjómönn- um komin í ættir fra,m og kunnu þvi frá mórgu að .segja, sem var til sæmdar og hróðurs sjómannastéttinni. — Eiej all-fjarri bús'að þeirra var acteetur slysavarnanna. Mads var í björgunar- liðinu og hafði því oftsinnis unnið að björgun skipa, sem strandað höfðu viu hina hættulegu strönd. Þess vegna, vissu. þau bæði, að starf sjómannsins er sveip- að hættum og' erfiði. Fyrir því urðu þau sein til samþykkis beiðni sonar þeirra. »Setjum svo, að þú farir til sjávar, og við fáum ald,rei litið þig augum fram- ar,« sagði konan tárfellandi. >>Já, en pabbi rær oft til fiskjar eða fer út á sollinn sæ á björgu,narbátnum,« sagði Anton. »Þar er einnig hætta á ferð.« Næstu daga lýsti móðir Antons fyri>- honum öllum þeim hættum, sem biðu hans á sjónum. En í hjarta. sínu var hún stolt af að eiga svo dugandi og- djarfan son. Þó lét hún eigi á því bera, því kvíð inn greip um sig í sál hennar. Loks rann upp sú stund, jiegar á- kvai'ða skyldi framtíð Antons litla. Þar sem hann hélt fast við fyrri ákvörðun, létu foreldrarnir að vilja hans. Granni þeirra einn fekk eitt sinn bréf frá syni sínum, er skýrði frá því, að skip nokkurt myndi leggja frá Friðrikshöfn að mánuði liðnum. Faðir Antons skrif- aði skipseigandanum og sótti um skips- rúm fyrir son sinn. Anton var ráðinn í rúm, og skyldi ha,nn koma, til skips í lok aprílmánaðar. Nú voru allir önnurn kafnir á litla’ heimilinu,. Þa,ð var ofiö og saumað, svo Anton yrði vel búinn að klæðum og öðrum nauðsynjum. Loks rann skilnaðarstundin upp, bljúg og viðkvæm. Á þairri stund var öll glað- værð Antons á burtu. »Mér getur aldrei liðið eins vel og heima,« liugsaði hann. »Hversu þið hafið verið mér góð og ást- úðleg.« Og hann féll um háls föður og móður og lofaði að vera, ávalt góður drengur, »Guð veri með þér, sonur minn,« sagði Mads, og Karen móðir hans stakk Nýja testamentinu í jakkavasa hans, og sálmabók lét hún í kistil hans. »Vertu sæll, drengurinn minn, og gleymdu, ekki að lesa »Faðir vor« á hverju kveldi og kafla úr Nýja testa- mentinu þínu. Bið og vinn, og skrifaðu okkur fljótt.« Svo fór Anton, og brátt tók hann gleði sína aftur. Þegar hann kom til Friðriks- hafnar gaf hann sig fra,m við skipstjóra, sem sigldi daginn eftir til Englands- Skipið, sem þeir voru með, var skonn- orta, og var áhöfn hennar, auk skip- stjóra: stýrimaður og fjórir hásetar, svo og Anton, sem var vikadrengur. Þó virtist Anton staða sín eigi jafn glæsileg eins og hann hugði. Honum virtist hann ætti að vera allra þjónn, en hann hughreysti sjálfan sig með því, að hann yrði síðar fullgildur háseti. — Skipið kom til London. Fekk Anton oft landfararleyfi meðan skipið affermdi. Ásamt einum félaga sinna skoðaði hann hina miklu heimsborg. Slíkan manngrúa hafði hann, aldrei séð. Félagi hans fræddi hann á því, að borgin væri svo stór, að rnargur íbúi hennar hefði enga hugmynd um stærð hennar. Honum virt- ist, a,ð allir kynþættir jarðarinnar ættu þarna stefnumót: Svartir menn, brúnii og gulir komu þar í hópum, Indíánar 1 dýrindis klæðum með vefjarhöttu, Kín- verjar með langa hnakkafléttu, kolsvart- ir negrar með hrokkið hár. Alt þetta

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.