Ljósberinn - 01.05.1936, Qupperneq 8

Ljósberinn - 01.05.1936, Qupperneq 8
94 LJOSBERINN »Já, en við erum öruggari úti á sjó, enn sem komið er,« sagði stýrimaður, »við eigum: á hættu að stranda á ein- hverju skerinu, þá sökkvum við til botns. Við eru,m ókunnir stöndinni.« Þá rak æ lengra í áttina til strandar. Það í’eynd- ist ómögulegt að hajda flekanum á rúm- sjó. Allt í einu heyrðu þeir hundgá, síðan spangól, líkt og hundar gera, þegar þeir eru nauðujega staddjr. »Ef ýlfur hundsins getur leitt athygli manna að ströndinni, gæti verið um björgun að ræða. En þess er varla von, að menn gefi gætur að gelti og ýlfri hunds.« Þannig fórust stýrimanninum orð. En — skamt frá ströndinni var fiski- mannskofi einn, og bjó þar gamall fiski- maður ásamt konu sinni. Þau vöknuðu bæði við spangól hundsins. »Það boðar dauða einhvers, þegar hundar láta svo,« mælti konan. — »0, þú hjátrúarfulla kona,« sagði maður hennar. »Það bjarmar fyrir degi. Ég ætla á fætur og gæta að, hvað um er að vera. Mér virðist ýlfrið koma frá ströndinni. Ég ætla þangað og gæta að, hvort skip er ekki nauðulega statt. Fiskimaðurinn gekk á hljóðið. En undrandi varð hann, þegar hann kom til strandarinnar og hundur stór og svart- ur kom á móti honum og flaðraði upp um hann, hljóp síðan í áttina til sævar, eins og hahn vildi fá manninn til að fylgjast með sér. Honum varð iitið út á sjóinn. Ekkert sá hann skipið, heldur ferhyrnt flak, sem tveir menn höíðust við á. »Haming’jan gefi að þeir rekist ekki á stóra steininn í fjörunni. Eg verð að leiðbeina þeim þangað, þar sem hættulaust er að fara.« Báturinn hans var í lendingunni albúinn til sjóferðai'. Eftir andarta-k var hann kominn á flot. Hundurinn stökk þegar um borð og sleikti hönd fiskimannsins, sem vildi hann með því sýna honurn þakkladi sitt. Þegar fiskimaðurinn nálgaðist flekann, kallaði hann til mannanna og kastaði kaðli til þeirra. Anton greip hann og festi í flekann, en stýrimaðurinn varn- aði þess, að flekinn rækist í bátinn. Þannig tókst þeim að komast heilu og höldnu um borð í bátinn. Síðan héldu þeir til lands þakkandi Guði og hinum góða fiskimanni, »Þú Roy!« varð Anton að orði undr- andi, þegar hundurinn kom til hans og' lagði ' framlappirnar í kjöltu hans. »Hvaða.n ber þig að?« Þeir komust að raun um, að þá'bar að vesturströnd Jótlands. Þegar fagn,- aðarvíman rann af þeim, urðu þeir yfir- komnir af þreytu. Mötuðust þeir og hvíldust í kofa fiskimannsins. Þá er þeir höfðu náð sér eftir sjóvolkið, héldu. þeir hvor heim til sín. Undrandi og glöð í senn urðu foreldr- ar Antons, þegar hann bar að garði. Þau tóku á móti honum sem týndum og end- urfundnum syni. Nú lýsti hann fyrir jreim atburðum síðustu daga, hversu skipið fórst og hversu skipstjóri og félagar hans fór- ust, en þá tvo bar undan fyrir Guðs hjálp og góðra manna, »Guð sé þeim miskunnsamur, og lof- aður veri hann fyrir lífgjöf þína og stýrimannsins,« sagði móðir hans. »Já, Guði séu þakkir,« sagði faðir hans. »En hvers vegna, hefir þú ekki skrifað okkur um svo langt skeið? Við höfum verið svo óttaslegin þín vegna, drengurinn minn.« Anton varð ógreitt um svör. Hann fyrirvarð sig fyrir tómlæti sitt. En djarflega. og drengilega gekkst hann við ávirðing sinni og synd. Hann hafði gleymt foreldrum sínum og ástúð þeirra, »En, pabbi, nú er ég umbreyttur. ör- lög mín og alvara lífsins hafa sýnt mér

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.