Ljósberinn - 01.05.1936, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.05.1936, Blaðsíða 11
LJÖSBERINN 97 Seiar Toirai svaraði eM Það var laugardagsmorgunn. Tommi sat a eldhúströppunum og tálgaði með afmælis-hnífnum nýja. Hann hafði að- eins átt hann í tvo daga, og það var svo margt, sem endilega, þurfti að tálga. Dyrnar opnuðust, og móðir hans kom út og mælti: »Tommi, Heiða frænka sagði mér í slmtali, rétt.í þessu, að hiún og Davíð frændi ætli að koma hingað, og dvelja hér nokki'a daga. Ég verð að baka góða köku, en kaupmaðurinn hefir ekki sent mér ennþá það, sem ég bað hann um. Geturðu hlaupið fyrir mig út í búðina og sótt eggin?« Tommi lagði frá sér hnífinn ýlgdur á brún. Hann var að smíða bát, og var einmitt með þaö vandasamasta. Hann hraðaði sér í búðina og' heim aftur, og hélt svo áfram að tálga. Brátt varð hann þreyttur. Það vár svo erfitt að tálga, og- þyngsta þrautin að fá fallegt skrokklag á.bátinn. Hann ákvað þess vegna að gera eitthvað anu- að í bili. »Það er bezt að ég hlaupi ýfir um til þeirra. Karls og Hans,« sagði hann, þegar honum varð litið yfir göt- una, og hiann kom au.ga á þessa félaga sína í húsgarðinum þeirra. Þegar hann var á leiðinni, heyrði hann móður sína kalla: »Tommi, Tomnii, hvar ertu.?« Hann flýtti sér að fela sig þar sem rnóðir hans gat ekki séð hiann, »Ég vil ekki láta freyta mér í fleiri snúningay sagði hann önugur. Móðir hans marg- kallaði á hann, og' gekk svo aftur inn í stofuna. Þegai- átti að fara að borða morgun- verð, flýtti Tommi sér heim. »Hvar er rnamma?« spurði hann. »Hva,r hefir þú verið?« spurði Lísa, systir hans, »mamma. hefir margkallað á þig. Pabbi símaði og bað hana að koma til borgai- innar og' boi’ða morgunverð, og- svo ætl- aði hann að koma með hana, Heiðu frænku og Davíð frænda, hingað í bíln- u,m. Mamma reyndi til að finna þig til þess að hafa þig með, en hún gat ekki fundjð þig, en varð að hafa hraðan á til þess að missa ekki af lestinni. Það kom ónotalegur kökkur í hálsinn á Tomma. Hvílík hátíð hefði það nú ekki verið að þjóta í járnbrautarlestinni með mömmu, borða síðan morgunverð með föður sínum og móður í fínu veitinga- húsi, og fara svo átta mílna bíltúr heim í bílnum hans pabba. Hann hafði ekki minstu matarlyst. Það var með mestu herkjum að, hann gat borðað agnarlít- inn bita af lambakjötssteik og eina kart- öflu, sem Lísa systir hans lét á disk- inn hjá honum. »Hvar hefir þú verið í morgun?« spu.rði móðir hans, þegar hún kom heim, skömmu fyrir nónið. »Við Lísa leituðum alstaða)' að þér. Mér hefði verið svo mikil ánægja a.ð hafa þig með mér.« Tomrni varð snöggvast niðurlútur og skömmustulegur, En svo lyfti hann höfði og' hoi'fði beint í augu móður sinnar. »Ég faldi mig,« mælti hia.n.n, »af því að ég hélt að þú ætlaðir að senda mig í fleiri snúninga, og' það vildi ég ekki. Mér þykir afai'-leiðinleg't að þetta skyldi hafa komið fyrir, mamma, og ég skal aldrei gera þetta. framar. Eg skal fara. allar þær sendiferðir, sem þú vilt.« »Já,« sagði Davíð frændi, »það hefn- ir sín ætíð að hlaupast undan skyldum sínurn, með því missa menn af mörguan góðum hlutum.« »Ég’ skal ávalt koma, í hvert sinn er þú kallar á mig, mamma,« sagði Tommi um leið og hann gekk inn í borðstofuna. Og hann sagði það þannig, að móðir hans var sannfærð um að það loforð mundi ha.nn efna, • A. Fibiger Jprgensen. f

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.