Nýtt kirkjublað - 18.04.1906, Page 6

Nýtt kirkjublað - 18.04.1906, Page 6
94 NÝTT KIRKJUBLAÐ. jieir, að jjeir geta komið fræðslu barna fyrir kattarnef. En hugsanlegt er þó, að einhverjir séu svo sérvitrir að heinita þetta af ])ví þeir álíti að beinu skattarnir séu beztir eða af því að þeir álíti ab gjöld í hæjurn og hreppum séu ekki þungbær. En þá mætti benda þessum mönnum á, að til þess að fá þetta, væri gott ráð ab heimta hjá bæjum og hreppum ákveðna upphæð. Ennfremur mætti breyta læknalögunum þannig að bæjir og hreppar væru skyldaðir tii þess ab borga einhvern hluta af launum lækna, án þess að ég gjöri slíkt að minni tillögu. Vér skulum J)á athuga þetta mál og er þá fyrst að geta þess, að vér þurfum sem allra fyrst að setja yfirskólastjórn. Hún getur haft umsjón með barnaskólum og sveitakennurum. Hún getur kipt í lag, þar sem misfellurnar eru mestar. Hún ætti að geta haft umsjónarmenn út um landið og heimtað að börn gengju undir próf á hverju vori. Hún gæti geíið leið- beiningar í kenslumálum, undirbúið hreytingar á fræðslu barna og verið aðalfrömuður góðrar fræðslu. I öðru lagi þarf að koma góðum kennaraskóla á fót sem allra fyrst, því að hann er skilyrði fyrir ])ví að fræðsla barna geti komist í gott lag. I ])riðja lagi þarf að fara að undirbúa stofnun unglinga- skólans, en það er svo nnkils varðandi mál, að það veitir ekki af að nefnd sé sett til þess að fjalla um það mál, enda er það og nauðsynlegt vegna barnafræðslunnar í heild sinni. Það þarf að hafa nákvæm lög um skólaskyldu unglinga, góðan undirbúning með bygging á húsum, kaup á kenslu- gögnum o. s. frv. Eg hef áður getið þess, að skólahéruð myndu verða að hafa önnur takmörk en hrepparnir og að rétt myndi vera að kjósa sérstakar skólanefndir. Ef þetla væri tekið til greina, þá verða skólanefndirnar að geta kveðið á um fjárlillag til skólans. Þær eru því hezt kunnugar hvers skólinn þarfnast, en hreppsnefndirnar eru miklu ókunnugri hag skólans og því væri það alveg rangt ab láta skólanefndiimar eiga undir högg að sækja til hreppsnefndanna, hvað þær vildu veita skólanum, enda gæti svo farið, að ein hreppsnefnd í skólahéraðinu vildi veita nægilegt fé til hans en önnur ekki. Fyrir ])ví er eðli- egast, að skólanefndirnar veiti fé til skólans og svo væri

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.