Nýtt kirkjublað - 18.04.1906, Page 9

Nýtt kirkjublað - 18.04.1906, Page 9
97 NÝTT KIRKJUBLAÐ, un sína og gegnir jiessari skyldu sinni, ]m mun svipurinn yfir landinu verða annar. Þá munu vaxa upp fögur andleg blóm uin allar bygðir ])essa lands og þjóðin skera upp fagra andlega ávexti, en kynslóð sú sem nú lifir, getur lagst með góðri samvizku í gröfina og sagt: Eg hefi gjört mínaskyldu. „fir truarsögu iom=íslendinga“. Skírnir er ólíkt lœsilegri en Tímaritið var áður, og lík- legri til að vekja hugsanir og tal um þýðingarmikil mál- efni. í siðasta beftinu, 1. hefti áttugasta árgangsins, er ein slík ritgerð eptir yngsta doktorinn okkar, Helga jarðfræðing Pétursson, með yfirskriftinni sem hér er fyrir ofan. Þráðurinn í greininni er sá, að kristnitakan hafi orðið feðrum vorum til óhamingju, spilt drengskap ])eirra og dáð, brjálað skynsenii þeirra og leitt lil hrunsins mikla, er landið hné lémagna undir yfirdrottnun Noregskonungs. Ovildar-hugurinn til kristindómsins keniur fram í fyrstu orð- um greinarinnar. Ólafur Tryggvason er „tígerhjartaður vík- ingur“ og „glæsilegt rándýr“ og „illmennið Þangbrandur“ fyllilega samboðinn þeim er hann sendi“. Þeir voru eðlilega báðir börn sinnar aldar Ólafur kon- ungur og Þangbrandur prestur, báðir voru víkingar þótt kristn- ir væri, en ómakleg heiti eru þeim valin. Ólaíuj' braut menn til kristni líkt sem Karl mikli bafði áður gert við Saxa, en báðir munu þeir þó standa í sögunni sem fulltrúar æðri og betri siðmenningar. Það var Ijónsbjarta )' brjósti Olafs, grimt og göfugt í senn. íslenzkur sögudóm- ur velur honum eigi barðara og óvirðulegra heiti. Það er einkennilegt við dómana um ölafana, að norsku sagnaritararnir, þeir Keyser og Muncb, meta Ólaf helga stór- uiii meira. Hann verður lifandi, og hvað helzt látinn, sigur- merki þjóðareiningarinnar og þjóðarsjálfstæðisiiis. Ekki er gott að segja hverjum Snorri befir unnað betur, liggur við að sé Ólafur Haraldsson og kennir þar ])á blýjunnar frá Halli garnla í Haukadal, er „bafði félag Ólafs konungs bins helga og bafði af ]>vi uppreist mikla“. En íslenzkir sögumenn síð- ari tíina og Islendingar yfir höfuð unna betur víkingnum, er

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.