Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Side 1
NÝTT KlIiKJUBLAÐ
HÁLFSMÁNAÐARRIT
FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING.
1906.
Reykjavík, 13. október
19. blað
Rxða
haldin á kennarafundi i Hafnarfirði
af
síra Magnúsi Helgasyni.
Eg hefi lofað að tala nokkur orð um kristindómsfræðsluna.
Eg ætla að biðja yður að vonast ekki eftir neinum fróð-
legum fyrirlestri hjá mér um Jielta efni, ]>ví að það yrðu
vonbrigði; ég hefi ætlað mór að tala að eins nokkur orð al-
menns efnis um þessa námsgrein, sem sumir vilja helzt gera
hornreku, en að mínu áliti varðar mestu allra námsgreina, svo
miklu mestu, að mér finst uppeldið trauðla geta verið vont,
þar sem hún lánast vel, og á hinn bóginn ekki gott, ef hún
hefir lánast illa. — Þar ber tvent til: Það fyrst, að ég er
sannfærður um, að kristindómurinn er hinn tryggasti grund-
völlur undir siðgæði manna. Eg vil ekki segja hinn eini.
Eg vil engum gera rangt til og ég kannast við það, að sumir
trúlausir menn komast mjög hátt i siðgæði; en það eru þó
aldrei nema einstöku menn; hjá öllum almenningi, hjá heil-
um þjóðum, er úti um siðgæðið, þegar er trúin er dauð. Það
dugir ekki að benda mér á spillingu og lesti í fari kristinna
manna og þjóða, til sönnunar gegn þessu; það sannar ekki
annað en það, að þeir eru ekki allir kristnir i raun og sann-
leika, sem kallast kristnir. Og ekki dugir heldur að benda
á grimd og fólskuverk, sem stundum hefir leitt af ofsatrú og
hjátrú innan kristninnar; slíkt sannar ekki annað en það, að
trúin, eins og alt annað lijá ófullkomnuin mönnum, getur