Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Side 7

Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Side 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ. 22S dóminn, nndir eins og maður fer að gera sér nokkra grein fyrir hverju hann trúir, ])á myndast trúarsetningar; ])ær eru ómissandi unibúðir — ef svo mætti segja — um trúna, eins og hnotin utan um kjarnann eða skelin um perluna. Það er kennarans að reyna að sjá um ]>að, að barnið fari ekki á mis við kjarnann og perluna. Má vera, að ]>að geri enn fremur sunium kennurum trúarsetningar kversins leiðari, að ]>eir séu sjálfir fráhverfir þeim í huga að einhverju leyti. Það kæmi mér alls ekki á óvart, ]>ó að svo væri — og — ég lái ]>eim ]>að ekki neitt. Þeir eru margir svo ungir rnenn, að óhugsandi er næstum því, að }>eir I>afi hugsað ])au efni öll lil hlitar, enda hygg ég að það geri fáir fyr en lífsreynsl- an kemur og hjálpar til, opnar augun og dýpkar skilninginn. En öllum slíkurn vildi ég segja: verið ekki of fljótir til að neila því, sem ]>ið skiljið ekki; kastið ekki of brátt i burtu öllu því, sem ykkur fellur ekki. Biðið, það skaðar ekki. En fáist samt aldrei við að prédika fyrir börnum neinn þann lærdóm, sem þið trúið ekki sjálfir; þið megið aldrei standa sem hræsnarar frammi fyrir börnunum né sjálfum ykkur; seg- ið þá heldur að eins: „svo kennir kirkjan okkur“, og þegið við börnin um ykkar efasemdir. Þær eru ekki fyrir börn. Leggið því meiri áherzlu á meginatriðin, einkum það, sem hefir rnarkað dýpst spor í hugskot ykkar sjálfra; það sem hefir hitað ykkur bezt um hjartárætur; það eitt getur verið ykkur sannarlegt hjartans mál, og það nær altaf bezt til hjartans i öðrum. Sé einhver, sem ekki trúir meginatriðunum heldur — já — þá vildi ég helzt að hann væri ekki barnakennari. Það eru ekki margir guðleysingjar, sem ég teldi hættulaust að bafa i þeirri stöðu. Annars var það ekki tilgangur minn með þessum orð- um, að fara frekar út í það, hvernig kristindómsfræðslu er hagað eða ætti að vera hagað, ég held ekki að það só höfuð- atriðið, þó að það hafi auðvitað stórmikla þýðingu, hitt ætla ég mest um vert, að allir sem hafa það starf á hendi að kenna kristindóminn finni til þess innilega, hve iniklu það varðar, og ræki það með allri þeirri alúð og kærleika, sem þeir eiga til, kærleika til kristindómsins og barnanna, sem þeir eru að kenna hann. Það rná ekki eiga sér stað, að það verði sagt með nokkrum sanni um nokkurn kennara að

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.