Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Side 12
228
NÝTT KIRKJUBLAÐ _ ___________
íbúa. Sr. M. ók því nieð mig síðdegis áleiðis þangað, austur
að Videbœk. Þaðan fór ég með póstinum til H. um kveld-
ið. Sr. M. gat eigi sótt samkomuna vegna jarðarfarar í sókn
hans á mánudaginn.
Danirhafamikinnáhugaá kristniboði meðal heiðingja. Hafa
þeir öflugt kristniboðsfélag. Er það samband yflr 800 smá-
fylkja, hvert með 25 — 50 meðlima, sem stjórnast af9manna
ráði. Hvert fylki leggur minst 50 kr. árlega til sambandsins
ogsendirfulltrúaá árlegan sambandsfund. Sömuleiðis hefirhvert
fylki samkomu í hverjum mánuði, til að uppbyggjast með rœð-
um um málefni guðsríkis og að biðja fyrir heiðingjatrúboðinu.
Sum þeirra slá sér eiunig saman í héraðsfylki, sem hafa þá
stœrri fundi. Þykja samkomur þessar vekja áhuga, eigi að
eins á kristniboðinu, beldur einnig kristindómslífinu f Iandinu
sjálfu; eru því mjög styrktar af prestum Kristniboðsfélagið
hefir skóla til að undirbúa kristniboðana. Hefir það á síðustu
40árum sent43kristniboðatil heiðingjalanda, og kostað þá með-
an þeir vóru og eru í þjónustu þess Svo er áhuginn inikill,
að einstakar deildir eða fylkjasambönd kosta heilan kristni-
boða sér. Þannig kosta börn sunnudagaskólanna einn kristni-
boða, kristilegt félag ungra kvenna annan, o. s. frv. — Tekj-
ur félagsins vóru órið 1904 kr. 166315,76. Blað þess hafði
s. á. 5600 kaupendur.
Herning var um eitt skeið miðstöð þessa félagsskapar,
með því að trúboðaskólinn var þar 1890—1900 með kenslu
og stjórn prófasts G. Koch’s sem þar var þá, nú biskup, að
Rípum. Þarerlíka trúarlífið heitast talið í Danmörku, þótt kald-
ast sé þar loptslag. Trúboðarnir flestir, sem nú eru, eru því
útgengnir þaðan og hafa staðinn kæran, koma Iika þangað,
er þeir við og við fá frí til að vitja föðurlandsins og dvelja
þar nokkrar vikur. Við slíka heimkomu er höfð hátíðleg
samkoma til að fagna þeim og biðja þeim blessunar guðs,
erþeirfara aftur út á akurinn. Þannig var háttað með sam-
komuna, sem nú átti að vera í Herning næsta mánudag.
Trúboðarnir voru 4 komnir: 3 frá Indlandi, 1 frá Kfha. Á
sunnudaginn ætlaði biskup G. Koch einnig að hafa samkomu
með Herningbúum.
Kl. 9'/a á sunnud. fór ég í kirkjuna að vera við guðs-
þjónustugerð (hámessuna). Kirkjan, bygð í kross með