Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Side 3
&ÝTT KIRKJtJBLAÐ.
2lð
lotningin minkar fyrir öllu slíku, fyrir kirkju og yfírvöldum,
húsbændum og jafnvel foreldrum. En að bera ekki lotningu
íyrir neinu — það kann aldrei góðri lukku að stýra. Fyrir
hverju á maður þá að bera lotningu. Samvizkan er í raun-
inni það eina vald, sem manni sæmir að Iúta; ]>að göfgar
manninn, en lægir aldrei. Því ríður á að kenna mönnum að
lúta hennar helga valdi; að gera hana sem næmasta og bezt
vakandi; en til þess þarf trú á lifandi guð. Eg hygg að
það sé ómögulegt án hennar. — Lífið verður æ fjölbreyttara,
málefnin fleiri, sem menn fmna til sín taka; skoðanir og hags-
munir fara í bága; sitt sýnist hverjum og sitt vill hver, af
því vaxa deilur og úlfúð. Það ægir mörgum sundrungin og
ílokkadrátturinn í landinu, og það varla um skör fram, því
að slíkt hefir fyr komið landi þessu á kaldan klaka. Mundi
þá vanþörf á að sannleiksandi og kærleiksandi Krists næði
fastari tökum á þjóðinni til þess að firra hana ógæfu. —
Siðmenningin ryður sér til rúms smátt og smátt, og teygir
arma sína út um annes og inst til dala; með henni eykst
munaðarlífi og kveifarskapur. Hún gerir mennina alltaf kveif-
arlegri fyrir þjáningum; það er gömul reynsla að lifsfjör og lífs-
þróttur rninkar eftir því sem siðmenningin vex; og ég get
ekki betur séð en að þessar afleiðingar hennar séu fyllilega
farnar að gera hér vart við sig. Því meiri þörf er á að menn
konii augum á stoð og athvarf, huggun og von, sem styðji
þá og haldi þeim uppi í baráttu lífsins og þjáningum, og ég
veit ekki af neinni huggun og stoð, sem til þess dugi, annari en
trúnni á föðurinn á hæðum, og engri von, nema von ei-
lífs lífs.
En ef kristindómurinn á að hafa þessi áhrif á þjóðina,
ef hann á að gera börn hennar að vönduðum og samvizku-
sömum mönnum, koma þeim til að elska sannleika og rétt-
vísi í hverju máli, og vilja hver öðrum hvatvetna gott, gefa
þeim þrótt til að starfa, þol til að líða án þess að bugast,
halda vakandi hjá þeim glaðri von um eilífa framför og sig-
Ur hins góða í lífi og dauða — ef kristindómurinu á að geta
þetta alt, þá verður hann að verða meira en eintóm þekkiug
á trúarlærdómum og siðalærdómum kirkjunnar; þessir lær-
dómar verða líka að gagntaka hjörtun, tilfinningalif og vilja-
líf. Markmið kristindómsfræbslunnar má þá ekki vera það, að