Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Síða 6
222
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
neita þvf, að á kristindómsfræðslunni okkar eru ýmsir agnú-
ar, sem hafa stuðlaö að því að gera hana hvimleiða; eg skal
t. d. nefna þenna mikla utanbókarlærdóm; hann hefir verið
og er enn til stórskaða, [)að er ég viss um; hann hefir
kostað börnin svo mikla fyrirhöfn, að þeim hefir orðið illa
við kverið sitt, og ])á má nærri geta, að innihald kversins og
kristindómurinn sjálfur hafa hlotið að gjalda þess. Þvi fagna
ég hverri breytingu, sem miðar til að gera þenna lærdóm
léttari og ljúfari; það hefir mjög mikla þýðingu. Utanbókar-
lærdómur þarf að vera nokkur og er ekki að öllu leyti hvimleið-
ur a. m. k. er mér það kunnugt um fjölda barna, að þau
hafa yndi af að læra ljóð, og ég þekki lika gamalmenni, sem
hafa haft ótal yndisstundir af því i einveru elliáranna að
rifja upp fyrir sér það, sem þau lærðu utanbókar í bernsk-
unni. Það þarf ekki samt að læra utanbókar nærri eins
rnikið og tíðkast hefir í kveri og biblíusögum, og kennararn-
ir eru manna bezt til þess fallnir að ryðja burt ásteyt-
ingarsteininum, óþörfum og skaðlegum utanbókarlærdómi, sem
haldist hefir of lengi af gömlum vana og kennaraskorti. —
Þá veit ég líka að mörgum er hvimleitt, hve mikið börnum
er ætlað að læra af trúfræði, lærdómssetningum kirkjunnar;
mér finst það líka helzt til mikið, því að ýmislegt af þeim
er svo lagað, að það er ómögulegt að barn skilji þær; þær
skiljast ekki fyr en lífsreynslan skýrir þær, og það má gá
vel að, ef þær eiga ekki að yerða til þess heldur að rugla
hin einföldu sannindi trúa)'b)'agðanna, sem eiga svo vel við
barnshjartað. Mér kemur oft í hug vísa Steingríms:
„Gcvðu ei, maður gamulvísi,
grænan pálma að svörtu hrisi;
gerðu ei loks með lærdómsgreinum
líf’sins brauð að dauðuns steinum.11
Mér finst hún ekki hvað sizt eiga vel við um kverkeusluna.
Hún hefir gert helzt til mögum börnum kverið að svörtu hrísi,
hirtingarvendi, og það veit guð einn, fyrir hve mörgum börn-
um lifsins brauð guðs orðs hefir af þessum sökum orðið að
„dauðans steinum"; ekki dauðum steinum að eins, heldur
beint að dauðans steinum, steinum lil dauða, ásteytingarstein-
um, er trú þeirra hefir strandað á, og þau beðið tjón á sálu
sinni. En alveg án trúarsetninga er ómögulegt að kenna kristin-