Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Side 10

Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Side 10
226 NÝTT KIKRJUBLAÐ. og reyk, og eyrun sár af dynjandi umferðarnið, nœtur nærri j)ví jafnt sem daga. Eg hafði nú skoðað ])að markverðasta, sem ferðamenn leita eftir í borgum, en við landar tveir, sem komum frá Finnlandi 27. júlí, höfðum þó ákveðið að fara eigi heimleiðis frá Höfn fyrri en 14. ág. með s/s „Kong Trygve“. Mig langaði að „koma út á landið“, og einkum vera við kristindómssamkomur, ef þess væri kostur; en minna er um þær á annríkistíma sumarsins. Eg skrifaði þvi íslenzka prestinum á Jótlandi: sr. Magn- úsi Magnússyni (Jochumssonar,) sein þjónar Bregninge og Omme- söfnuðum, þess efnis að mega heimsækja hann, fékk strax um hæl svar, sem bauð mér þar dvöl svo lengi sein ástæður minar leyfðu, og sagði mér frá kristindómssamkomum, sem yrðu í Herning innan skamms. 3. ág fór eg með járnbrautarlestinni vestur um Sjáland, Fjón og Jótland, skamt norðan við landamærin, vestur að Esbjærg, sem liggur við vesturhafið og þaðan norður að Ring- kjöbing, einnig á vesturströndinni. Á leið þessari var útsýn- ið frá járnbrautinni að smábreytast frá samfeldum ökrum og skógbreiðum milli borga og herragarða til engja og eyði- móa, — eigi þó svo að akrar eða sáðlönd hyrfu með öllu, — með einstökum bæjum og smáþorpum. Stórar gufuferjur fluttu fólkið og farangursvagnana yfir Beltin. Næsta morgun kl. 7 fór ég með póstinum frá Ringkjöb- ing austur á heiðar. Var það rúmlega tveggja tíma leið aust- ur að póststöð, sem nefnd er „Bregninge Kro“. Þaðan liggur þvervegur ‘/j míl. norður að Bregninge. Veðrið var yndisfagurt, heiðskýrt en eigi þó tnjög heitt; vagnhestarnir fóru lengst af hægt. svo að ég hafði gott tæki- færi til að taka eftir því, sem bar fyrir augu. Eg kunni hér líka bísna vel við inig: Það var eitthvað af íslenzku í toft- inu og jafnvel á jörðinni líka Heiðin er ósköp hægt aðlíðandi. Lágir ásar og leyning- ar skiptist á svo langt sem augað eygir — þetta landslag, sem mér finst öllu fremur teygja hugann æ lengra og lengra út í geyminn. Fyrir hálfri annari öld voru litlar mannabygð- ir a heiðum þessum. Var þar sandur, sumstaðar auður, en víðast þó þakinn lyngbreiðu, langmest beitilingi. Nú er þetta mjftg mikið breytt. Menningin kom með vopnin kunnu; eld

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.