Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Síða 4

Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Síða 4
220 NÝTT KERKJtlBLA©. kenna börnunum að vita svo og svo nn'kið um.guð og frels- arann og lærdóm hans, nei það er aðeins meðalið, vegurinn, en markmiðið er að fá ]>au til að trúa á guð og elska hann sem föður sinn, gefa honum hjarta sitt, helga honum líf sitt, lúta vilja hans af fúsu geði og frjálsum vilja; þ. e. a. s. markmiðið er ekki að gera börnin að guðfræðingum, heldur að trúuðum kristnum mönnum, kenna þeim trú, en ekki trúfræði. — Það ríður lífið á fyrir hvern sem fæst við trúarbragða kenslu, að hafa þetta fast í minni, annars má vel svo fara, og er meir að segja dauðans hætt við því, að kenslan hafi gagn- stæð áhrif því sem vera ætti. Iivernig er nú þessu farið hér á Iandi? Sjálfsagt er það mjög misjafnt, hvernig börnum er kendur kristindómurinn hér á landi. Heimilin leggja þar yfir höfuð að tala grundvöllinn bæði sjálfrátt og ósjálfrátt, og má nærri geta, að hann er misjafnlega lagður; og sama er víst að segja um það, hvern- ig kennarar og prestar byggja svo þar ofan á. Sá maður, er þetta hefir kynt sér einna almennast og rækilegast, segir um þessa kenslu hjá kennurunum „að varla sé ofdjúpt tekið í árinni, þó sagt sé, að kverkenslan sé alment bókstafs- stagl, einlæg yfirheyrsla og utanað-lærdómur og mörgum kennara hvimleið ekki síður en börnunum.“ Eg er því mið- ur viss um að þessi skýrsla er rétt, og að hún á ekki síður við kensluna á heimilunum, en hjá kennurunum. Mörgum foreldrum og húsbændum er kverið hvimleitt frá bernsku, og það hafa börnin fengið að heyra; hvortveggja telja svo lærdóm þennan þunga skylduvinnu, sem ekki sé til nein gagns, en verði samt að inna af hendi, til þess að fylgja venjunni og ná fermingu. Skyldi það vera mögulegt, að slík kensla komi að notum, að hún gagntaki hjarta nokkurs barns, lyfti sál ]>ess upp i hæðir, styrki siðgæði þess, gefi því þrótt og þol? Mér finstað það hljóti að verða þvert á móti. Sú kensla, sem er kennaranum sjálfum hvimleið, hún hlýtur, held ég, að verða barninu það líka, og sé kenslan hvimleið, þá er óum- flýjanlegt, að efnið, sem verið er kenna um, gjaldi þess, og verði lika hvimleitt barninu. Það getur auðvitað skeð, að margt barnið verði siðar trúaður kristinn maður, en það er þá ekki fyrir þessa kenslu, heldur þrátt fyrir hana; hún verður aldrei annað en þröskuldur í vegi þess. Og skyldi

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.