Nýtt kirkjublað - 13.10.1906, Blaðsíða 8
224
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
honum sé það hvimleitt starf að kenna börnum kristindóm.
Að innræta börnum þá lífsskoðun, að guð á hæðum sé faðir
þeirra með öllum þeim fögnuði, allri þeirri himnesku birtu og
yl sem af því orði stafar, hvernig ætti það að vera hvimleitl
starf! Að það er vandaverk, það veit ég; ég held að enginn
geti það, nema hann biðji guð að hjálpa sér til þess. Eg
vildi að hver barnakennari fyndi, að þetta er hið eina, sem
mest á ríður, og að þessu má hann aldrei gleyma, hvað sem
hann svo er að kenna barninu. Má vera, að yður þyki ég
nú gerast kröfuharður, og kallið, að ég vilji gera ykkur alla
að prestum — já það vil ég lika. Hver kristinn maður er
prestur, hlýtur að vera prestur, ef hann er kristinn að meiru
en nafninu; ef hann hefir reynt hvað það er að vera krist-
inn maður og elskar aðra menn eins og kristinn maður, þá
hlýtur hann, eins og Þorvaldur Koðránsson, að reyna að veita
þeim hlutdeild í sömu blessun i hverri stöðu sem hann er.
En alveg sérstaklega finst mér það fylgja ykkar stöðu. Al-
þýðumentunin hér á landi hefir um langan aldur mest runn-
ið frá prestunum, nú er þeim að fækka, en kennurum að
ljölga; það er ætlast til að alþýðumentunin vaxi við það; ég
vona að svo verði; en kristindómurinn má ekki minka við
það í landinu; hann þarf líka að aukast, hann þarf að fá
meiri tök á þjóðinni. Að taka mentun í staðinn fyrir lcrist-
indóm, það væru slæm skifti; það væri að taka þokuský
fyrir gyðju eða mýraljós fyrir morgunsól. Kristindómslaus
menning leiðir bráðum til ofmennigar eða ómenningar, sem
ber að sama brunni. Kristindómurinn þarf að fylgja menn-
ingunni til að verja hana rotnun og spillingu. Annars rek-
ur að því sem Rousseau sagði: „Því hærri siðmenning því
dýpri siðspilling.“ Það er vert að muna orð Matthíasar, ekki
sízt fyrir kennarana:
„Hvað er sjúlf vizkun um veraldurstorð ?
oft vofa tóm, sem glepur Inð lifandi orð.“
Varist að láta nokkru sinni þá vizku, sem J)ið kennið,
verða að slíkri vofu! Kennarastéttin og prestastéttin standa
fyrir nn'num augum mjög samhliða, með því sameiginlega
ætlunarverki á herðum sér að ala önn fyrir andlegum heill-
um þjóðarinnar. Það er um þessar mundir mikið talað um
franifarir og mikið að þeim unnið í verklegum efnum, og