Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Qupperneq 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ
HÁLFSMÁNAÐARRIT
FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING
1907.
Reykjavik, 20. febrúar j 3. blað
,v?«-vNl/rvT' ryy
Iíristilcqt sjómannalíf.
Z) J
Sj ómannaprédikun.
Drottinn vor guð, ástríki, trúfasti faðir! Yér erura liér sam-
ankomin í þínu nafni, ó vertu þá einnig sjálfur náiægur oss á
þessari stundu með þínum heilaga anda. Opna þú hjörtu vor
og gjör þau gljúp og meðtækileg fyrir þitt orð, og láttu það bera
ávöxt þér til lofs og dýrðar. Gef þú oss öllum kyrrláta stund
fyrir þinu augliti.
Heyr það og bænheyr 1 Jesú nafni. Amen.
Texti.
„Ií« umfram alt íklœðist elskunni, þvi að hún er band algj'ór-
leikans, þá mun friður Krists ríkja i yðrum hjörtum; til þessa frið-
ar eruð þér og einnig kallaðir i einum likama; og verið þakklátir.
Látið Krists orð ríkulega búa hjá yður, svo að þér með allri speki
kennið hver 'óðrum og áminnið hver annan með sálmum, söngum og
andlegum lojkvæðum, sœtlega syngjandi drotni lof i yðrum hj'órtum.
Og hvað lielzt sem þér aðhafist i orði eður verki þá gjörið alt i nafni
drottins Jesú, þakkandi guði jöður fyrir hann“. (Kól. 3, 11—17).
Þá er enn einu sinni að því komið að þilskipaflotinn
héðan íeggi út á djúpið og bræður vorir, sem sjóinn stunda,
kveöji ástvini sína í landi til þess að láta fyrir berast um
tengri tíma úti á hinu svikula hafi. Það er alvarleg stund
fyi'ir oss alla, að sjá þennan hóp vaskra drengja leggja írá
landi, því ekkert er eðlilegra en að oss delti í hug sú spurn-
ing: Hvað mundi bíða þeirra úti á djúpunum? Hvort
munum vér fá að sjá þá aftur alla? Það er alvarleg stund,
sérstaklega fyrir alla þá sem eiga nátengda ástvini meðaf