Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Blaðsíða 2
26 NÝTT KffiítJÚÉLA© þeirra, sem leggja út á hafið, fyrir eiginkonurnar mörgu, sem nú verða aS skilja við mennina sína um Iengri tíma -— já, guð veit hve langan ! — fyrir foreklrana, sem nú verða að trúa hafinu fyrir syni sínum eða sonum, þessu hafi, sem sleit svo niargan góðan son úr foreldra faðmi og skilaði honum aldrei aftur, — fyrir börnin, fyrir systkinin, í einu orði: fyr- ir ástvinina, sem eftir verða. Og Ioks, það er alvarleg stund fyrir sjómennina sjálfa, því að þót’t sjómaðurinn ef til vill líti nokkuð öðru vísi á hafið, en vér sem í landi dveljum, og þótt margt af þ.ví setn í augum vor hinna er svo ægilegt, sé í augum hans ekki nenia eðlilegt í alla staði, þá getur ekki hjá þvi farið, að einnig sjómannshjartað komist við og lár ef til vill læðist fram í augnakrókana, er hann að skilnaði legg- ur handlegginn unt hálsinn á henni, sem eftir verður heima til að gæta bús og barna, eða á foreldrunum, ef til vill göml- um og hrumum, eða á börnunum, ef til vill ungum og smá- um, — því að svo mikið þekkir hann til hins svikula hafs, að alt af má gjöra ráð fyrir því, að það verði i síðasta sinni, sem hann fær að líta þessi andlit, sem hann elskar svo heitt. Og það er altaf alvarleg stund fyrir sjómanninn að leggja út á djúpin, því að þótt ekki þyrfti að gera ráð fyrir því sem nú nefndi ég, þá veit hann all af með óyggjandi vissu, að hann á margvíslegt erfiði fyrir höndum, er út á sjóinn kem- ur, — því að líf sjómannsins er enginn leikur, — og verður að fara á mis við ýmis þau þægindi, sem þeir þurfa ekki að fara á mis við. sem í landi dvelja; og þótt ekki væri annað þá veit hann, að sjómannalífið hefir það í för með sér, að hann verður að eiga ýmis mök við ef til vill misjafna menn, sem lílt er ákjósanlegt að eiga félagsskap við suma hverja. En sjómaðurinn má ekki láta neitt slíkt á sig fá. Til finningarnar eru að vísu tóllfrjáísar, en stöðu sjómannsins er nú einu sinni svo varið, að hann má ekki gefa sig tilfmn- ingum sínum á vald. Hann verður í alvalds nafni að leggja á stað þegar skyldan býður og hann má ekki leggja á stað með buga veilum, því að hann þarf á öllu sínu hug- rekki að halda þegar út á sjóinn kemur. I stað þess að gefa sig á vald tilfinningum sínum, reynir sjómaðurinn að gjöra sér lífið á sjónum svo bærilegt sem auðið er. En þvernig getur lif sjómannsins orðið bærilegt? Ér yfir höfuð

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.