Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Síða 7
NÝTT KIRKJUBLAí).
31
liitt veit ég með áreiðanlegri vissu, að mótbárur þær sem ég
hefi heyrt fleygt fram gegn þessu, að sjómenn hefðu guðs
orð um hönd úti á skipunum, livort heldur einslega eða i
sameiningu, þessar mótbárur hafa verið einskisvirði og eru
það enn. Það skyldi vera, að sjómenn vorir væru svo fullkomnir í
trúnni og kærleikanum að þeir þyrftu péss ekki með, en þvi hefi
ég aldrei lieyrt haldið fram. En sé það svo, að sjómenn vor-
ir þurfi þess með sjálfra sín vegna, þá verður lika að gjöra
þeim mögulegt, að rækja þá skyldu við guð og sjálfan
sig. Sjómaðurinn verður að efla sáluhjálp sina eins meðan
hann er á sjónum og endrarnær. Eins og skipinu verður
ekki stýrt án kompássins, eins og gangur skipsins verður
ekki mældur án skriðmælisins. og staða skipsins á hafinu
ekki ákveðin til fulls nema grunnsökkunni sé rent í sjóinn, —
þanniggetur ekki sjómaðurinn verið án guðs orðs. Þar sem
guðs orð er, þar er kompásinn, sem segir honum til um
áttina, hvert hann skal stefna, — þar sem guðs orð er, þar
er líka skriðmœlirinn, sem segir honum til um það,
hvort honum miðar áfram eða ekki, — og þar sem guðs orð
er, þar er líka grunnsakkan, sem á að segja honum til hvar
hann er staddur á lífsins sjó.
Það skal þá líka reynast svo, að þær skipshafnir, sem
helga hvern dag með guðs orði og bæn, hvort heldur er sam-
eiginlega eða einslega, þær skulu ekki reynast lakari til sinna
verka eða tómlátari en hinar, sem nota tímaleysið sem af-
sökun til þess að vanrœkja þetta þýðingarmikla starf að efl-
ingu sáluhjálpar sinnar. Þvert á móti nmn sú verða raunin
á, að engum tínm verður betur varið á skipunum, en þeim,
sem varið er til guðs orða lesturs og bænariðju, ]>vi að við
það venjast menn á að „hafa hugann á hinu himneska“, hjá
drotni og þá um leið að vinna öll yðar störf eins og fyrir
drottins augliti. Eu sá sem vinnur öll sin störf á sjónum
eins og fyrir augliti drottins, liann skal verða betri skipstjóri,
betri stýrinmður, betri háseti, betri nmtsveinn, hann skal verða
tnirri í köllunarverki sínu, hann skal verða þrekmeiri, hann skal
verða úrr.tðabetri en hinn, sem ekki gjörir það; störfum hans,
jafnvel hinum auðvirðilegustu, vex gildi við ]iað, því að Imnu
sér innsigli drottins á þeim og skoðar sig sem samverkainann
og umboðsnmnn guðs En einnig þella er eiukenni kristilegs