Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Qupperneq 12

Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Qupperneq 12
3G NÝTT KIRKJTJBLAí). ast af anda Jesú Krists, svo að þér gei'ðuð alt sem ])ér takið yður fyrir hendur, í nafni drottins Jesn. Þá nnindi margt breytast frá ])ví sem nú er á skipum yðar; ]>ví bvar sem nafn Jesú helgast, þar vinnur heilagur andi Jesú Krists sitt um skapandi og helgandi verk og gjörir alla hluti nýja; þar hverfur allur óhrjáleiki, léttúð og ruddaskapur í orði og verki; }>ar hverfur öll ótrúmenska og leti; þar hverfur öll óhlýðni og alt sjálfrœði, ]>ar hverfur alt agg og úlfúð og ófriður, ]>vi ]>ar er heimilislíf, þar er sjómannalíf helgað af guðs anda — þar er kristilegt sjómannalif. Guð vor himneski faðir gefi náð sína til þessa; hann láti líf yðar sjómannanna — og vor allra — helgast œ meir og meir af anda Jesú og bera hans innsigli. Eða getið þér hugsað yður nokkuð æskilegra? Eg get það ekki! Amen. J. H. Umsjón og fjárhald kirkna. Eitt af frumvörpum kirkjumálanefndarinnar er um um- sjón og fjárhald kirkna, og vil ég leyfa mér að benda á at- riði, sem mjög tilfinnanlega vantar ákvæði um hæði i núgild- andi lögum og í þessu frumvarpi. I 4. gr. frumvarpsins stendur, sanihljóða lögunum fró 12 maí 1882, að „söfnuðir þeir, sem taka að sér umsjón og fjárhald kirkna gangist undir allar þær skyldur, sem legið hafa á eigendum þeirra eða forráðamönnum, að þvi er kemur til endurbyggingar kirkna, viðhalds og hirðingar“. Það segir sig sjálft, að ]>etta hlýlur svo að vera. En hitt segir sig ekki sjálft, hvernig söfnuður eða sóknarnefnd skal að fara, þegar svo stendur á, sem oft getur við borið og hefir við borið, að árlegar tekjur kirkna nægja ekki til að inna þes.-ar skyld- ur af hendi, svo að óhjákvæmilegt er að afla meira fjár í þær þarfir, t. d. ef að félítil eða félaus kirkja fýkur og þarf að taka lán til að reisa hana jafnskjótt aftur. Árlegar tekj- ur munu þá óvíðast hrökkva til að greiða vexti og afborgan- ir auk venjulegra útgjalda kirkna, og verður þá ekki komist

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.