Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Blaðsíða 13
NÝTÍ KmfcjtmLAÐ. 3? hjá, að jafna á einhvern hátt |)ví sem til vantar, á söfnuðinn, en eins og nú stendur er ekki til neitt lagaákvæði um, hvern- ig það skuli gjört. Það befir jiegar komið fyrir, að þetta hefir valdið vandræðum, og það má ekki lengur svo búið standa. Eg vil leyfa mér að skora sérstaklega á kirkjumála- nefndina, að hlutast til um, þá er frumvarp hennar kemur til meðferðar á þingi, að inn í það verði tekin ákvæði um þetta. Og þó svo að þetta frumvarp nefndarinnar fyrir ein- hverjar sakir næði ekki fram að ganga á næsta þingi þá má það ekki farast fyrir, að sett verði sérstök lög, sem kveða á um þetta, til viðauka við lögin 12 maí 1882. Eg gæti bent á dæmi, þar sem það mun valda miklum erfiðleikum og ef til vill ókleifum, ef það dregst lengur að fá þessi lagaá- kvæði. Ef til vill væri hendi næst, að umrædd niðurjöfnun á aukagjaldi á söfnuðinn væri gjörð eftir sömu reglu og nú er jafnað niður kostnaði við kirkjusönginn. En það mætti líka gefa söfnuðunum vald til að ákveða sjálfir á löglegum safn- aðarfundi, á hvern hátt þeir vilja jafna á sig gjaldinu. Með þessu hefi ég i stnttu máli tekið fram það, sem kom mér til að rita þessar línur. En úr því ég er með frum- varpið, vildi ég mega bæta við örfáum öðrum athugasemd- um. 1 4. gr. vildi ég leggja það til, að innheimtulaunin séu fastákveðin 10°/0. Það er all-hvimleitt verk, að innheimta reitingstekjur, og því fer fjarri, að þetta sé ofmikit borgun fyrir það, og hins vegar hygg ég það sannreynt, að inn- heimtan verður betur af hendi leyst, svo það sé vel til vinn- andi. Um 3. gr. vildi ég athuga, að ýmislegt af innihaldi henn- •ir getur ekki náð nokkurri átt. Þar er gjört ráð fyrir öðru eins, og að forráðamaður kirkju, sem skilar fjárhaldi hennar e,gi að greiða álag á hana, jafnvel þó að hún sé í skuld við hann, — þó að hann hafi lagt fé úr eigin vasa, til þess að hún sé þó ekki í lakara standi en hún er. Það er ætlasttil að hann greiði álagið umsvifalaust, en hinu liggur minna á, hvort hann fær nokkuð eða ekkert greitt af skuld sinni; það á hann algjörlega undir mati einhverra úttektarmanna, og þeir hafa áreiðanle^a sín au^un á hverjum staðnum o^ bað

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.