Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Blaðsíða 15

Nýtt kirkjublað - 20.02.1907, Blaðsíða 15
NÝTT KTRKJUBLAÐ |9 enda munu fáir lesa, en ])ar er þó rétt öll vor saga geymd um hið myrka miSaldaskeið Árið sem leið kom út 1. liefti áttunda bindis, og er nú komið að úrinu 1512. Síðasta bréfið í heftinu á undan var frá árinu 1505. Auk bréfanna frá þessum 7 árum, sem taka yfir einar 300 blaðsíður, eru allmörg eldri bréf í heft- inu, sem komið hafa i leitirnar. Kirkjusaga vor, eða saga landsins, hvora sem telja skal fyrir, græðir óvanalega mikið á þessu síðasta hefti Fornbréfa- safnsins, og skal hér vikið að nokkru. Nokkrar leiðréttingar koma við Biskupatal Jóns Sigurðs- sonar fremst í Sal’ni til sögu íslands, Myrkasta skeiðið er upp úr Svartadauða fyrri helming 15. aldar, og eru nú fram komin fjölda mörg bréf þar til leiðréttingar og viðauka. Að því er Skálholtsbiskupa snertir mætti þess geta. að dauðaárArna biskups niilda Ólafssonar er nú rétt talið 1425, en ekki 1430, biskupsár Árna 12, frá 1413, og fær Jón Gerreksson við það mun lengri tíma til að fylla mæli synda sinna hér á landi. Aldur Árna er nú og kunnur, hanh er fæddur hér um bil 1378. Árni mildi er einhver mesti glæsimaður, sem vér höfum nokkru sinni átt Hann er á undan endurreisnartímanum mikla í lok miðalda, en hefir þó einmitt yfirburði þess tima — og galla. Páfabréfið 1413 segir Jón Skálholtsbiskup — Jón frá Munklífi í Björgvin — svo yfn-kominn af holdsveiki, að hold og bein hrynji af hðridum horium og fótum, og því þurfi aðra andlega og veraldlega forsjá fyrir þeim söfnuði „á útliafsey, á úthjara heims, að sagt eru. Árni er nefndur kanoki af Ágústinus-reglu og hanu þá talinn sem næsl 35 ára. Arna er borinn hinn bezti vitnisburður fyrir trúaráhuga, lærdóm, hreinlífi og veraldar hyggindi. Hins síðasta gætir mest i hans sögu, og því orðar Finnur dóm sinn um hann svo, að betur skartaði honum hirðmenskan, fjármálastjórnip og hvatleikurinn, heldur en biskupsdómurinn. Þá telur Jón Sigurðsson á milli þeirra Jóns Gerrekssonar og Godsvins — sem fullu nafni beitir Godsvin Comhaer — einhvern Jón, danskan eða enskan, um eitt ár, og álitur út- gefandi Fornbréfasafnsins, að sá Jón sé Jón biskup Vilhjálms-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.