Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJUBLAÍ) l¥l hjálpar til að losna við sérgæðið, alt hið vonda og skaðlega, sem dregur mánninn inn í sjálfan sig og gerir hann að ein- trjáningi. Því í djiipi sálarinnar felst lifandi guðsorð, sem kveinar undir fargi sjálfselskunnar, og þráir að komast út i dagsljósið, út i starfsemi lífsins á svæði mannkærleikans, Er ekki ástæða til að minna á orð postulans: Kœrleik- urinn trúir öllu. vonar alt og umber alt? Kærleikurinn trúir því, að sannleikurinn geri þjóð vora frjálsa og glaða i sínum kristindómi. Andans brautir eru margvíslegar. En þar sem kærleikuj'inn situr í hásæti er öllu óhætt. Kærleikurinn vonar, að þeir tímar komi, — já að þeir séu nú þegar komnir, — að söfnuður og prestar, lærðir menn og leikmenn, skilji hverjir aðra, læri betur og betur að verða samtaka um hið eina nauðsynlega, að staða vor til guðsríkis og starfið í því verði sannarlegt hugsvinsmál þjóðar vorrar, verði hugtaks og umræðumál allra hugsandi manna, vitandi að af þessum stofni standi öll framför og velferð vor og niðja vorra á komandi öldum. — Og enn segir postulinn: Kærleikurinn — hann umber alt. Má vera að þetta sé örðugasti hjallinn á framfarabraut kærleikans. En upp á hann verðum vér að komast. Þvi þetta, að kærleikurinn er umburðarlyndur, er mér liggur við að segja, — óumræðilega greinin í leyndarráði kærleikans. Um alt það sem að er i lífi einstaklinga og þjóða, já enda þótt það sé hneikslanlegt og glæpsamlegt, fer hann mjúkum höndum. Svo ber oss að gera. Umburða^leysi veldur tjóni i hvei'ju sem er. Mest er þó tjónið þar sem það fesfir klærnar, þar sem mönnum er sárast. En svo er jafnan, þá er ráðist er á innra líf manna með ómildum dómum, getsökum og illspám, og ekki friður né frelsi fæst til að lifa sínu eigin sálarlífi. Þetta er regluleg drepsótt á kærleikans endimörk- uni, og dregur sálirnar niður á við — niður i hyldýpi kuld- ans og misskilningsins. Leggjum stund á kærleikann. H. E.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.