Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Side 5

Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Side 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ 173 II. Þannig er nú ásfalt i sjálfu söngsins landi, Svíaríki. að menn finna sárt til þess þar, live ábótavant kirkjusftngnum er, sálmabókunum, kóralbókunum, organistunum, hljób- færunum sumstaðar, og einkum safnaðarsöngnum. Og hvað mundi þá mega segja um ftll Jtessi efni hér. Vér gæt- um eflaust liaft gott af því að kynna oss eitlhvað af Jjví marga, sem þeir þar skrifa um sín kirkjusönglegu mein og um lækn- ing þeirra meina, og beimfæra svo til vor það sem við á. Því enginn efi er á ])ví, að kirkjusöngnum er mikið á- bótavant á voru landi; og þá er ekki fremur efi á binu, að það þarf að gjftra eitthvað til að bæta hann. Menn kvarta oft um deyfð í binu krjstilega kirkjulífi bjá oss nú á tímum; og það mun áreiðanlegt, aö dauft kristilegt kirkjulíf og daufur safnaðarsöngur fer ven julega saman. Menn syngja altof fáir hjá oss, og með altof litlum áhuga; þeir fáu sem syngja, syngja frekar af því að þeir þurfa að gjftra Jiað eða verða að gjöra það, en af því þá langi til að gjöra það. Og þegar presturinn segir Drottinn sé með yður, þá er það venjulega einn, tveir eða þrír, sem svara Og með þínum anda, í stað ])ess að allur söfnuðurinn ætti að gjftra það. Söfnuðurinn á ekki að koma í kirkju með þeirri bugsun, að hann eigi að sitja og blýða á, en forsftngvarinn og prestur- inn eigi að syngja og tala. Sftfnuðurinn má ekki gleyma þvi, að ásamt organista og forsöngvara hefir bann — sftfn- uðurinn — mikið blutverk að inna af bendi i guðsþjónustu- gjftrðinni. Sftfnuðurinn á að geta álitið kirkjuna sem sitt sameiginlega heimili; og þegar menn fara frá kirkju þennan daginn, eiga menn ekki að eins að gleðjast af því orði, sem menn þá bafa lieyrt lesið og sungið, og sjálfir sungið með, heldur þarf ástandið að verða þannig, að menn þá strax fari að blakka til næsta sunnudags, hlakka lil þess — meðal ann- ars - að fá þá aftur að heyra fallega sálma og fftgur sálma- lftg og að taka sjálftr þátt í því að syngja guði lof og dýrð í hans húsi. III. Það er létt verk að tala um hina mftrgu og miklu galla á kirkjusöngnum hjá oss; en þegar ræða skal um endurbæt-

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.