Nýtt kirkjublað - 01.11.1908, Page 9

Nýtt kirkjublað - 01.11.1908, Page 9
__ NÝTT KIRKJUBLAÐ. ............. _ _ 249 á |)ví, að danðinn er nppsvelgdur í sigur, trygging fyrir til- veruframhaldi sjálfra vor og sælum samfundum við ástvinina. Kirkjuhúsið fyrnist, og J>að er reist af nýju. Snjóflóð kunna að steypast yfir Jtað, og J>að kann að sýnast brotið og felt, en stendur samt. Minstu skiftir, þótt breytt sé í einhverju um snið og tízku i húsgerðinni, ef að smiðinni er unnið af sama kærleika og áður. Húsið yngist upp. — En sjálf alt- arismyndin frá hliðum Nainborgar, getur lnin altaf fluzt á milli með sama trúarskilningi? Alveg líkingarlaust og berlega talað, með augun fest sér- staklega á guðspjallsfrásögunni i dag: Litur kristið safnaðar- fólk nú á Jjetta eitt hið stærsta undur af kraftaverkum Jesú, að sálin vitjar aftur hins dauða líkama, til framhaldandi lifs hér á jörðunni — lítur fólkið eins á Jiað nú og fyrir liðnum öldum ? Það eru óefað skiftari skoðanir um Jietta en áður, og J>á er um J)að að tala og við J)að að kannast. Fyrir mörgum er það bein nauðsyn, beint trúarskilyrði, að halda fastri myndinni, óhaggaðri af öllum efasemdum og kenning- um. Trú þeirra á Jesúm Krist, frelsara þeirra frá synd og dauða, von þeirra um eilift líf og ástvinafundi væri töpuð ef nokkurri efablæju væri brugðið yfir myndina — beint þessa mynd i guðspjallinu. — Haldi þeir, hinir sömu fastri sinni trú, sér til styrkingar i lífi og dauða. Það vært illa gert að vilja svifta þá Jæssum sínum trúarstaf, og mér er óhugsanlegt að frá nokkru kristnu mannshjarta gæti fallið kaldyrði i þeirra garð fyrir þá skoðun: — „Sæll er hver sá sem áfellir sig ekki fyrir það sem hann hefir valið,“ segir Páll postuli í 14. kap. Rómvbr. En — gæti Jiá þeir hinir sönni þeirrar kærleiksvarúð- ar að vera ekki ofhraðir i dónium um þá kristnu bræður, sem eigi geta samrímt lifskoðun sinni söguviðburðinn um end- urvakning til framhaldandi lífs á jörðunni hjá dauðum manni. Og aftur mætti minna á orð í sama kapitula hjá Páli po t- ula J)ar sem hann svo dásamlega sameinar þetta tvent, sem svo oft vill reka sig á hjá oss i kristnu safnaðarlifi—þetta tvent: Sannfæringarskylduna, alveg óbiluga, ótviræða, og um leið

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.