Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Side 2

Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Side 2
98 NÝTT KIRK.rUBLAÐ ömlu spdmcnnirnir aftur fundnir. Svo hét íyrirlestur er prestur einn velmetínn í Torontó í Am- eríku hélt nýlega; skal hér bjóða ágrip af þeirri fróðlegu ræðu: Þarfasta verkið sem liggur eftir hina svo nefndu liœrri krítík er Iiinir aftur fundnu fornu spámenn Israelsmanna. Þeim var áður markaður bás aftast í Ganda testamentinu, eins og gildi þeirra rita væri minna en hinna, en því er þver- öfugt varið. Hinar frumlegustu hugsjónir hinnar fornu þjóðar, hugsjónir sem hafið hafa bihlíuna í öndvegissæti meðal allra heimsins helgirita, þær komu ekki frá löggjöfum eða æðstu prestum þjóðarinnar; þær finnast miklu fremur í spádóma- ritunum. — — Spámannaritin voru fram til síðustu ára minst lesin og minst skilin af bókum Gl.t. Vér könnuðumst að sönnu við nöfnin Hósea, Amos, o. s. frv., en ekki grunaði oss, hverjir menn þeir voru eða hvaða gildi rit þeirra höfðu. Nú sjáum vér, að flest þessi nöfn tákna veruleg og sönn stórmenni and- ans, hjartans og viljans. Og nú er oss auðið að greina eins rit og stýl frá annars, svo og vita ýms söguleg deili á starfi þeirra og stríði, þar sem og þegar þeir lifðu.1) Engin stórmenni hiblíunnar standa oss nær en spámenn- irnir, eða eru oss skiljanlegri, skemtilegri. Þeir voru hug- sjónamenn og siðameistarar, og í undarlega sönnum og stór- um stýl. Þeir stóðu fyrir ofan og utan skarkala lífs ogsam- tíðar, og fluttu allsherjar sannindi og siðaspeki, ádeilur, fyrir- boða, áminningar og vandlætingar — án þess að spyrja höfð- ingja eða maktarvöld um lof, eða taka fé fyrir. Þeir voru guðsmenn og guðs erindrekar, en hvorki lýðsins né landsstjórn- arinnar. Þeir höfðu það á boðstólum, sem mest lyftir þjóð- unum og göfgar; stórar fyrirmyndir og háledtar hugsjónir. Þeir voru alfrjálsir menn, sem hvorki voru bundnir við háttu fjöldans né nokkrar freistingar tímans. Um fastar tíðagerðir eða steingerðar rétttrúnaðarreglur hirtu spámennirnir lítið. Þeir mistu ekki sjónar á því, sem fram- ') Sbr. greinir sem birtust i „Verði ]jós“ fyrir nokkrum árum (Í901) um „Spámenn Israelsríkis11 eftir prófqssor Cornill.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.