Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Qupperneq 9

Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Qupperneq 9
NÝTT KIRKTUBLAÐ 105 Eiga ])á börn ekkert bóklegt að læra? Þau læra kristindómsfræðin, eins og verið hefir, og svo mikið í öðrum greinum sem {)arf til þess að geta haft not af kenslu unglingaskólanna. Og til þess niætti ekki heimta meira en komast má af með, sízt fyrst í stað. Þann undirbúoing ætti heimilin að geta veitt með umsjón og aðstoð presta, — sé þeim ekki fækkað um of. Og eftir því sem timar líða og þeim fjölgar sem á skól- ana hafa gengið, verður hægara um hönd með undirbúning- inn. Þetta fyrirkomulag hygg ég yrði ódýrara en það sem nú er lögboðið, — og þess er full þörf. Hitt er þó enn meira vert, að það yrði ólíku notasælla. Góða samkeppni mundi það vekja, að unga fólkið frá nágrannaskólum ætti fund með sér við og við og reyndi sig í ýmsum greinum. Frjálsir yrði þeir fundir samt að vera. Og yfir höfuð þarf alt alþýðumentunar fyrirkomulagið að vera sem frjálslegast, svo ekki verði „dauður bókstafur“ úr öllu saman. Þetta, sem ég hefi sett fram hér á undan, er ætlað til að vera bendingar og ekki annað. Málefnið er svo mikilvægt, að það verður seint „of vand- lega hugað“. Mikið í hættu ef illa tekst. Allar tilraunir lil að skýra það ber að þiggja með þökk- um og skoða vandlega frá öllum hliðum. Og þessar bendingar miuar treysti ég góðum mönnum til að virða á betra veg. og kasta þeim ekki frá sér án þess að atJmga þcer vandlega. Br. J.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.