Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Síða 5
NÝTT KERKJUBLAÐ
101
Það er um þetta mál, sem mörg önnur, að á tvent er
að líta: tilkostnað og drangur.
Tilkostnaðinn verður að miða við það tvent: að menn
geti borið hann, í viðbót við alt annað sem þeir þurfa að
bera, og að fyrirkomulagið sé þannig að tilganginum verði
náð með þeim fjárframlögum, sem fært er að heimta.
Eg skal nú ekki fara langt út í kostnaðinn, sem nýju
barnafræðslulögin leggja á alþýðu. Menu munu komast i
kunningsskap við hann, og því má hamingjan ráða, hvort sá
kunningskapur tekur ekki enda með skelfingu. En svo kalla ég
það, ef hann steypir fjölda manna í fjárhagsleg vandræði.
Og það sýnist mér vofa yfir.
En setjum samt, að „skipið sökkvi“ ekki strax. Setjum
að það fljóti svo lengi, að full reynsla fáist ur- árangur
þessara nýju laga.
Hver œtti árangurinn að verða?
Hann ætti að verða sá, að alþýða væri orðin svo ment-
uð, sem hún þarf að vera til þess, að geta tekið svo mikl-
um framförum ytra sem innra, að hún verði vel fœr um
að bera þær byrðar, sem hún var áður illa fœr um.
Eru nú líkur til, að sá tilgangur náist með þessu móti?
Það er nú einmitt þetla, sem ég álít skyldu rnína að
taka fram: Ég er vonlaus um, að hann náist með þessu
móti.
Á hverju byggist það vonleysi?
Það byggist á tvennu:
Fyrst er nú það, að nemendurnir eru börn, óþroskuð
börn, sem fæst geta fylt kröfurnar, sem gerðar eru, án þess
að þreyta sína andlega hæfileika. það sem þau læra, týn-
ist fljótt aftur.
Hingað til hafa kröfurnar verið lægri. Og þó hefir sú
orðið raunin á, að börn sem stóðu sig vel við námið meðan
þau höfðu aðhald og keptu hvert við annað, gótu því talist
vel að sér á fermingaraldri, þau tóku að fáum árum Iiðnum
ekkert fram þeim börnum, sem á fermingaraldri voru skemra
komiu.
Undantekningar frá þessu eru að eins lítið brot.
Þetta er mér vel kunnugt af margra ára reynslu og at-