Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Qupperneq 8
104
NÝTT KIRRJUBLAÐ
þó þetta bætist ekki við. En það mundi að líkindum ríða
baggamuninn.
Á þá að hætta öllum alþýðumentunar tilraunum?
Nei, þvert á móti.
En ég er sannfærður um, að aðferðinni þarf aðbreyta.
Unglingaskólar með lýðháskólasniði liygg ég ætti að
koma upp á hentugum stöðum.
Kennara til þeijra þarf vandlega að velja.
Öllum unglingum ætti að vera skylt að sækja þá skóla
— nema skólastjóri álíti gilda ástæðu til undanþágu.
Enginn sé tekinn í skólannjyngri en 15 ára.
Hver nemandi hafi lokið námi 20 ára.
Ekki ætti að þurfa að sitja þar alla þessa 4 vetur.
Lengd námstímans fyrir hvern ungling um sig, og hvort
sá tími er tekinn allur í einu, eða honum skift á veturna
eftir einhverri tiltölu, ætti að vera komið undir samkomulagi
skólastjóra og umráðanda unglingsins.
Slíkt frjálslegt fyrirkomulag væri notalegt fyrir þau heim-
ili, sem eiga óhægt með að missa unglinga að heiman. Og
skólastjóri færi nærri um, er hann hefði kynzt unglingnum
nokkuð, hvaða námstima hann kæmist af með.
Landsjóður komi upp skólahúsum, en skólahéruð haldi
þeim við. Landsjóður launi kennurum, en kensla sé ókeyp-
is. — Nema ef eldri maður en 20 ára fær inntöku, þá gi’eiði
hann ákveðið kennslukaup.
Utvega má skólunum jarðir og gjöra þeim bú, ef það
þykir hentara, — sem ekki er ólíklegt.
Á skólum þessum ætti unglingar að njóta þeii-rur frœðslu
sem nauðsynleg er til Jjess, að verða vel að sér í almennum
mentagreiuuin — og þeirra leiðbeininga, sem við þarf til
að menta og göfga hugsunarháttinn.
Með þessum hætti er ég vongóður urn að alþýða ment-
aðist og þioskaðist.
Og eftir því sem hún þroskaðist að andlegri og efnalegiá
megun, eftir því mundi hún smámsaman fjölga unglingaskól-
unum og efla þá, eftir því sem reynsla sýndi að við þyrfti.