Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Síða 10
106
NÝTT KLRKJTJBLAÐ
frjdls hugsun og innileg trú.
Iíaili úr bréíi frá presti norðaulauds.
Það er annars ab verða alvarlegt ástand í trúmálum
pegar á alt er litib. Mér hefir alt til fiessa legið við, að skoða
þetta alt sem andlegt gelgjuskeið hjá jjjóðinni, en nú fer
mann að langa til að sjá eitthvað af mönnum, sem eru full-
orðnir í skilningi, menn sem geta sameinað þetta tvent: Frjálsa
hugsun á eigin ábyrgð, og }»ó jafnframt innilega trú, sem
veiti gleði, }»rótt og góða samvizku. En þessa gætir ]»ví mið-
ur mjög lítið þar sem ég þekki til. Kirkjurnar eru víðast
hvar tómar að kalla, bæði hjá mér og öðrum, og þó er sjaldn-
ast fundið að kenningunni nélíferni okkar, sem eigum að heita
leiðtogar. Allmargar sálir úr míuum söfnuðum hafa orðið
endurskírendum að bráð, og þó vildi ég fyrst og síðast hafa
hvatt áheyrendurna til þess að varðveila sjálfstæði sitt og
gerast ekki manna þrælar.
Alþýða virðist eiga langt í land með það að tileinka sér
fult frelsi í andlegum efnurn, og lítið er enn þá farið að koma
upp af þeim andlega gróður, sem maður vonar að spretti þó
að lokum upp úr þeim andlega jarðvegi, sem nú er verið að
reyna að plægja upp, viðra og opna með frjálsri rannsókn.
Eg vona að það sé ekki svo fjarri sanni að nota þessa sam-
likingu, þegar ræða skal um ]»að starf sem nú er mest með
höndum haft í kirkjunni hér á landi. Eg held að aðfarir
vorra leiðandi manna sé eitthvað á] ekkar þessu jarðabótastarfi,
og það sem menn lita nú mest á, sé tlagið, sem verður eftir
fyrsta umrótið. En svo gætir, að því er mér virðist, liins
starfsins minna enn sem komið er, að græða flagið upp. Eg
er hræddur um að við eigum ekki eins mikla krafta enn sem
komið er til þessa. Og þó má eigi lengi bíða með það, að
reyna nú af alefli að gróðursetja dygð og andlega dáð, frjáls-
mannlega hollustu við drottinn, og innilega hjartans ást og
elsku á Krisli Jesú, veginum, sannleikanum og lífinu. Að
þetta verði á sínum tíma er von mín, og um það, held ég
við ættum nú að biðja fremur öllu öðru, að meiri kraft-
ur færi að gera vart við sig til þess að græða upp hið erjaða
land, heldur en enn þá hefir birzt meðal okkar.