Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 4
76 NÝTT KIRKJUBLAÐ veita og afrita ]iann texta helgiritanna, er sýnagógan (GyS- ingasöfnuðurinn) hafði viðurkent, að tákna raddhljóðin með ýmsum merkjum, er þeir settu ýmist neðan við eða ofan við samhljóðendurna. Þessir frœðimenn Gyðinga voru nefndir massbretar og hinn viðurkendi hebreski texti gamla testa- mentisins, sem þeir gerðu, massóretisJci textinn. En þegar fyrir Krists daga var svo mikil helgi komin á Jahve-nafnið, að Gyðingar forðuðust að nefna það. Mun það hafa stafað af öfgakendum skiluingi á hoðorðinu: „Þú skalt ekki leggja nafn Jahve guðs þíns við hégóma, því að Jahve mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hé- góma“ (2 Mós. 20, 7, sbr. og B. Mós. 24, 16). Fyrir því var og forðast að nefna það, er lesið var upp úr ritningunni, en í stað þess lesið hebreska orðið adónaj, sem þýðir herra eða drottinn, eða á stöku stað orðið elóhím (guð), ef orðið adónaj var nýfarið á undan því (t. d. 1 Mós. 15, 2: Drott- inn Jahve, — lesið: drottinn elóhím). Þegar nú raddstafa- táknin voru sett við sainhljóðenda-textann hebreska, voru radd- stafir þessara orða (adónaj og elóhím) settir við Jahve-heitið, en ekki hinir upphaílegu raddstafir þess orðs. Því að ætlast var til að þau orð væru lesin í stað Jahve. En þegar gamla testamentið var þýtt á grísku (þegar fyrir Krists daga), var Jahve-nafninu slept, en hebreska orð- ið adónaj, sem lesið var í þess stað, þýtt á grýsku co xvqoos, sem þýðir drottinn. Sú venja færðist síðan yfir í latnesku biblíuþýðinguna, sem notuð var svo að segja i allri kristninni allar miðaldirnar, og þaðan inn í biblíuþýðingar ýmissa þjóða. En þegar siðbótin kom til sögunnar á 16. öld, fóru menn að þýða g. t. úr sjálfu frummálinu og notuðu þá mas- sóretiska textann. Og þá fundu menn til þess, að sjálfsagt var að halda sjálfu Jahve-nafninu. En þá vildi svo óheppi- lega til, að þekkingu vantaði á því hvernig raddstafamei'kin við Jahve-heitið voru til orðiu, að þau áttu að tákna radd- hljóð úr öðru orði. Þann veg var innleitt ranga heitið Je- hóvah sem orðið er til úr samhljóðendum Jahve-nafnsins og raddhljóðum adónaj-heitisins (byrjunar-raddstafurinn þar oft líkari íslenzku e en a). Það komst úr því inn i margar biblíu- þýðingar, þar á meðal vorar. Við það heiti á guði Gyðinga kannast fólk alment. Raunar hefir það verið ritað Jehóva;

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.