Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 13
NÝTT KIRKJUBLAÐ 85 trúarvissu um annað líf, er kveðjan öll hin sama við ástvin- inn sem leggur út á ferðina ókunnu milli tveggja heima. — Eg minnist atviks sem fyrir mig kom hér um árið. Það voru nokkur ensk herskip á höfninni, og prestarnir af þeim áttu samkomu við bæjarmenn eitt sunnudagskveld, og ég var fenginn til að þýða ræður þeirra. Yngsti presturinn í hópn- utn, sá er síðast mælti, talaði heitast, innilegast, ástúðlegast. Ég reyndi að því er ég gat að koma hugsunum hans til áheyr- endanna. Þetta var okkar augnablikskynning á lífsleiðinni, En meðan ég lifi, man ég bróðurhandtak hans og augnatillit. Og kveðjuorðið, ég heíd eina orðið sem hann mælti við mig, var það að við sæumst aftur á himni. Slíkt handtak kristins bróður eða kristinnar systur er hverri páskaræðu betra. — Og þá er eigi síður hitt að trúarvissan um framhald til- verunnar með öllu sínu orsaka og afleiðinga-sambándi fyrir persónu vora, hér og hinumegin, hafi gagngerð áhrif á breytni vora. Vér höfuin nurnið orðin um reikningskap og um dóm. En svo sem líf vort ber ljósast vitni, þá hafa þau orð og þær kenningar altof oft svo lítil áhrif á breytni vora. Orðin þau eru ekki nógu lifandi og kröftug í sálum vorum: að ann- að líf taki við af þessu, í beinu framhaldi af því, með allri ábyrgðinni frá þessu lifi. En hvaðan á sá trúarlífskraftur að koma? Með þeirri spurningu er komið að sjálfum kjarna hverrar páskahugleið- ingar: „Ég kem til yðar . . . Þér munuð sjá mig, þvi að ég lifi og þér munuð lifa.“ Það voru orðin í skilnaðarsamsætinu. Takið á móti þeirri kveðju, því páskaávarpi, inn í hjörtu yðar, kæru tilheyrendur, hver og einn! Takið því orði sem það væri nú talað inn í sálir ykkar, beint til ykkar sjálfra, af Jesú Kristi, nú á upprisuhátíð hans! — — Svo sern hver einstök mannssál verður að lifa sínu trú- arlífi á sina ábyrgð, svo er það og um bverja kynslóð, hún hefir að einhverju sitt trúarmót, sina trúareinkunn fyrir sig, er greinir hana frá þeirri kynslóðinni, er á undan var og eftir kemur. Og eins og persóna einstaklingsins er eða á að vera í andlegum þroskavexti, eins fer, ef alt gengur eðlilega og far- sællega, um líðandi aldur hverrar lifandi kynslóðar. Á öllum

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.