Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ 83 þreyltan við efnishyggjuna, þá séu að myndast Búddhatrúar- söfnuðir á sumum miðstöðvum siðmenningarinnar, sem svo nefnast, hér á Vesturlöndum. Og raddir heyrast um það, að þar sé framtíðartrúin, sem taki við af kristninni. Eftir því œtti lífsþreytutrúin að verða ofan á í heiminum. Um þá lífsskoðun er óhœtt að segja að hún sé eigi holl fyr- ir lífið hérna megin, og framþróun þess: Lífið er kvöl. Markmíðið er að lifa sig sem fyrst þreyttan á lífinu, hætta að langa til að lifa. Meðan enn eldir af lífs- þorstanum, með elsku og hatri og ilöngunum, eru áframhald- andi endurfæðingar, með allri sinni armæðu. Viðleitnin er að komast í það ástand að kenna hvorki sorgar né gleði, óska einskis, kvíða engu, komast sem fyrst inn í hið algerða hvíld- ardá, inn i algleymið, friðinn eilifa, sem eftir allri vorri vest- urlenzku tilfinningu á lífi og persónuleika er eitt og hið sama og dauðinn, eða — að hverfa að eilífu. Oss, kristnu þjóðunum um Vesturlönd, er og runnið ljós- ið frá Austurálfu heims. Og það ljós leiðir oss inn i sífelda baráttu, bæði inn á við og út á við, baráttu til þess að öðl- ast lífið. — Lífið er takmarkið. Lífið er fyrirheitið. Æ full- komnara, æ hærra líf: „Eg lifi og þér munuð lifa“, voru skilnaðarorð vors trúarhöfunds.--------- Lesið hefi ég það austan frá Kína, að fyrir geti það komið þar að líkami látins manns liggi, stundum saman, við fjölfarinn veg, án þess að nokkui hirði um. — Gæti það kom- ið fyrirí kristnu landi? —Eg las það, upp úr trúmálafundinum mikla hér um árið í Chicago, um heiðinn prest eða hofgoða, sem var á heimleið, og honum kom á skipinu orð frá einhverjum deyjandi vesaling, sem taldi hann trúbróður sinn, að finna sig fyrir andlátið. En prestinum þótti ekki taka því að ómaka sig fyrir það grey-. Gæti maður ætlað kristnum presti það? Mundi hann ekki að niinsta kosti blygðast sín fyrir að neita slíkri beiðni, þótt hann væri ófús á að standa upp frá spila- borðinu? Það sem skilur lífsskoðanirnar er þetta, að Jesús Krist- ur kendi mönnunum að öll þeirra höfuðhár væru talin, að hver lítilrnótlegasti smælinginn væri guði kær, að hvert manns- ins barn er og á að verða guðs barn. Llimnafaðirinn leitar að hinum eina týnda, þó að hann eigi niutíu og níu visa.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.