Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 8
80 NÝTT KIRKJTJBLAÐ þeirra trúði þeim ekki, hún heyrði það ekki, því að hún heyr- ir illa. Og sem betur fór, heyrði hún það ekki, þvi að þá hefði hún að líkindum orðið úrkula vonar um hjálp, þegar hætt var að grafa. Við þetta hefði setið. Skálvíkingar hefðu ekki gjört meira. En þá voru það 2 piltar þar út frá, innan tvítugs — annar að minsta kosti ekki nema 18 vetra — sem voru mjög óá- nægðir með, að ekki var Ieitað betur. Og jafnvel þó aðdþeir væru lattir þess, brutust þeir í ófærðinni og óveðrinu inn í Bolungarvík, og sögðu þar tíðindin. Bolvíkingar brugðu strax við og fóru yfir 80 út eftir, og tóku til starfa, og gátu náð með lífi konunni og 4 börnum, eins og eg þegar hefi sagt. Það var þannig að þakka frábærum dugnaði þessara pilta, að svo fór sem fór, að þetta fólk komst lífs af, og hef- ir það verið erfið ferðin fyrir þá úr Skálavík til Bolungarvíkur. Þeir höfðu verið fulla 7 tíma á leiðinni, sem eg hefi oft geng- ið á 2 tímum, og fötin slitin utan af þeim í veðrinu. — — Síra Þorvaldur prófastur tekur það fram um þessa konu, að hún hafi átt efnaða foreldra, og hafi þeir lekið hana og börnin heim til sín undir eins og gaf á sjóinn, og yfirleitt hafi ekki margir orðið munaðarlausir við þessi slys, því að heimilin fóru alveg, börn og foreldrar. Samskota verður eigi Ieitað hér út af manntjóninu í snjó- flóðunum vestra, enda í mörg horn að lita nú um þessar mundir. En gaman væri að gleðja þessa rösku sveina í Skálavík. Ritstjóri þessa blaðs fær betur um þá að vita hjá prófasti, og hingað mætti ráðstafa, ef einhverjir vildu leggja litið eitt fram til þess, að sæma þá með einhverri gjöf sem þeim gæti verið ánægja að. f iéra Irpjólfur lunnarsson. Láts hans var getið i síðasta blaði. Hann hafði legið rumfastur frá því á miðju surnri, og þjónuðu nágrannaprest- arnir fyrir hann. Séra Brynjólfur heitinn fylti eigi 60. árið. Hann var

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.