Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Blaðsíða 6
78 ^^^^^^JÍÝTT^KIEXJÖBLAÐ^ AÖ þýða gamla testamentið úr frummálinu og setja drott- inn alstaðar í stað Jahve, væri í raun og veru að falsa text- ann. Með því að halda eiginnafninu á guði Gyðinga, fáum vér og sannari hugmynd um trú þeirra. Upphaflega hugsuðu þeir sér Jahve aðeins guð sinnar þ]óðar, guð Israels. Það kemur glögglega fram viða í gamla testamentinu. Þeir héldu að hver þjóð ætti sinn guð. Því til sönnunar má nefna þessi ummæli Jefta í Dóm. 11, 24. Hann mælir þar til konungs Ammoníta á þessa leið: „Hvort tekur þú ekki til eignar það sem Kamos, guð þinn, gefur þér til eignar? Svotökum vér ogtileignar land allra þeirra, sem Jahve, guð vor, stökkvir burt undan oss". Þá er trúin sú hjá ísraelsþjóðinni, að Jahve sé þeirra guð og hann einan eigi þeir að dýrka; en jafnvíst sé það og, að Kamos sé guð Ammoníta og hann eigi þeir að dýrka. Það eru spámennirnir sem síðar hefja ísraelsmenn til fullkominn- ar eingyðistrúar og kenna þjóðinni að líta á Jahve sem skap- ara alheimsins. Jahve-nafnið sjálft getur því — eins og Jehóva-nafnið áður — orðið til að minna oss á, hver munur er á guðshug- myndinni í gamla og nýja testamentinu. Því að sumir tala svo og rita sem engin framför hefði orðið í guðsþekkingunni með Kristi. Það er afleiðing af því, að steypa öllum ritum biblíunnar saman í eina heild og telja þau öll jafnmikilvæg. Þeim til frekari skilnings, sem amast hafa við Jahve- nafninu, má geta þess, að Biblíufélagið brezka sendi oss, skömmu áður en byrjað var að prenta biblíuna, prentaðar reglur um útgáfur þess á biblíunni í ýmsum löndum. Þar var það tekið fram berum orðnm, að mönnum væri það al- gerlega í sjfílfs vald sett hér á landi, eins og annarstaðar, hvort þeir vildu heldur halda Jahve-nafninu óbreyttu úr hebresk- unni, eða hafa Jehóva-myndina eða setja drottinn í staðinn. Þegar þessi heimild kom frá félaginu, samþyktum vér að taka Jahve-heitið. Því að það töldum vér réttast og það gera beztu þýðingar, sem gefnar eru út með öðrum þjóðum á síðustu áruth. Hversu illa það kemur við, að setja drott- inn í stað Jahve, sést bezt á þeim stöðum, þar sem drottinn stendur með Jahve-nafninu, t. d. 1 Mós. 15, 2: „Drottinn Jahve". Það yrði þá að vera: Drottinn drottinn, eins og víða er haít í ensku biblíunni, Raunar hefir stundum verið

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.